Einu sinni var lítil blokk sem í bjuggu 13 manns á 4 hæðum.
Á neðstu hæðinni bjuggu 7 góðhjartaðir smákrimmar og
vandræðagemsar sem héldu hávær partý alla daga og allar
nætur. Þeir hétu Raggi, Palli, Siggi, Alli, Halli, Malli og Stebbi.
Á næstu hæð fyrir ofan bjó Pési sem var vaxlistamaður með hundinum
sínum. Á 3. hæð bjuggu Styrmir og Sóley, ung hjón með einn lítinn strák sem
hét Gunnar. Á efstu hæðinni bjuggu Manda Cé 46 ára fegurðardrottning
með stjúpdóttur sinni Rósu sem var 14 ára og var oft að passa Gunnar
litla á 3. hæð. Eitt kvöldið var Rósa að passa Gunnar og kallarnir voru
að halda frekar hávaðasamt partý með vinum sínum. Rósa ákvað að fara
niður og þagga niður í þeim af því að Gunnar gat ekki sofnað fyrir hávaðanum.
Á sama tíma var Manda Cé á netinu. Hún fann heimasíðu þar sem var hægt að
setja inn mynd af sér og láta bera hana saman við mynd af einhverjum öðrum.
Það stóð á síðunni að það væru alvöru dómarar sem dæmdu og að svarið bærist
innan 10 mínútna með tölvupósti. Hún Manda bar saman mynd af sér og Rósu.
Eftir 8 mínútur barst svarið:

Frú Manda Cé

Okkur þykir leitt að tilkynna þér að hún Rósa er miklu fallegri en þú.

Dómararnir
Kottmail.Bomm——-ódýrasta netþjónustan

Manda brást illa við og ákvað að drepa Rósu… eða að láta einhvern gera það
fyrir sig. Hún hringdi í alla leigumorðingja sem hún fann í símaskránni og
þeir voru allir tilbúnir að taka verkið að sér…

Rósa var á leiðinni niður stigann til að fara og þagga niður í köllunum.
Þegar hún var komin niður að dyrunum þeirra var tónlistin orðin svo hávær að
það lá við að Rósa missti heyrnina. Hún bankaði þrisvar en það var ekkert
svar. Tónlistin var bara skrúfuð í botn. En allt í einu voru dyrnar opnaðar
og hurðin rakst í hausinn á Rósu. Rósa féll kylliflöt og rotaðist. Kallarnir
sáu hana fyrir utan og drógu hana inn.

Á öðrum stað í blokkinni voru 3 grímuklæddir menn að læðast inn.
Einn hét Eyvindur, annar Kristinn og sá 3. hét Pálmi. Þeir voru leigumorðingjar
og áttu að drepa Rósu. Tveir þeirra voru miskunnarlausir en einn þeirra var ákaflega “góður” af leigumorðingja að vera. Hann hét Pálmi. Þegar leigumorðingjarnir voru fyrir framan íbúð Styrmis og Sóleyjar skiptu þeir liði. Pálmi fór inn um aðaldyrnar, Eyvindur inn um loftræstikerfið og Kristinn stóð vörð fyrir utan. Þegar Pálmi opnaði dyrnar lá lítill strákur í vöggunni sinni og steinsvaf. Pálmi leitaði í öllum herbergjum í íbúðinni og fann enga stelpu í neinu þeirra. Stelpan hlaut að vera farin út úr íbúðinni. Hann sagði það í talstöðina og sagði hinum mönnunum að stelpan væri farin út. Þeir áttu því ekki annan kost en að leita í öllum íbúðunum í blokkinni. Fyrst þá fóru þeir inn í íbúðina hans Pésa. Þar inni var allt á rúi og stúi. Vaxmyndir lágu um allt og eitthvað söngl barst úr eldhúsinu. Þar inni var maður að búa til vaxmynd af… bíddu nú við, stelpunni sem þeir áttu að stúta. Allt í einu fékk Pálmi hugmynd. Hann sagði Eyvindi sem var inni í loftræstistokknum og Kristni sem beið fyrir utan að fara út í bíl, stelpan væri hérna og hann ætlaði að ganga frá henni. En hann ætlaði ekki að ganga frá henni, hann myndi ekki geta fengið það af sér. Hann ætlaði einfaldlega að stela vaxstyttunni, fara með hana út í bíl í ruslapoka og segja strákunum að keyra af stað. Og akkúrat það gerði hann en fyrst fékk hann Pésa í lið með sér, sagði honum alla söguna og líka að hann vildi ekki drepa hana Rósu. Pési gaf honum því vaxstyttuna og náði í svartan ruslapoka fyrir hann. Þegar hann var kominn út í bíl brunaði Kristinn af stað heim.

Oooooooooojjjjjjjjjjjjbara öskraði Rósa þegar hún vaknaði við það að hundurinn hans Pésa sleikti hana alla í framan og loðið trýnið blasti við henni. Halló Rósa mín sagði Halli þegar Rósa náði loksins áttum. Farðu nú upp til Pésa, Hann þurfti víst að segja þér eitthvað rosalega áríðandi. Þegar Rósa kom upp til Pésa sagði hann henni að flytja út
á land af því að Manda Cé vildi hana feiga.

Þegar Manda Cé barði að dyrum í Hringjagötu 73 kom Pálmi til
dyra. Manda spurði hvort að verkinu væri lokið og Pálmi sýndi
henni svarta pokann með vaxstyttunni í. Þá borgaði Manda
honum nokkra hundraðþúsundkalla.

Sagan endar vel fyrir allar persónur. Rósa lifir góðu lífi á Dalvík
hjá stjúpfjölskyldu sinni. Pési fékk að sýna á listasýningu í London. Leigumorðingjarnir hafa það bara gott í Litla-Hrauni eftir
að hafa verið handteknir fyrir sóðaskap á almannafæri.
Manda Cé er alveg í 14 himni yfir því hvað hún er falleg. Styrmir,
Sóley og Gunnar litli bíða spennt eftir öðru systkini og kallarnir 7 stofnuðu rapphljómsveit sem heitir Skunkarnir.