Sigling til tunglsins
&
kolkrabbinn
eða
afhverju er ég feitur, ljótur og sköllóttur?

Allt er á sínum stað. Því þegar ég vaknaði í gær, gleymdi ég hver ég væri. Allt allstaðar, allt þar sem það á að vera, nema ég. Lít eigi undan, ber örlögin sem mér ber að bera. Ég ber að dyrum, tilkynni komu mína. Þitt ríki fína, ég vona að ég sé velkominn. Ósofinn, nála dofi, höndin dofinn. Þótt engin stúlka hafi sofið á hendi minni. Ég óska ég gæti sofið á hendi þinni. Allt er gott sem endar vel. Velkominn hér, hvorki himins né hel. Lífs eða lifandi, hvorki í Mosku né New Orleans. Ég sigli til tunglsins. Óska þinnar áheyrnar.Baða lappir þínar, kyssi tærnar. Klæði mig sem fífl til að skemmta þér. Ég sigli brátt, seglin hátt. Bóman, hvar er hún?
Sjórinn er sléttur, sléttara en grasi vaxið tún. Ég verð þá bara bitur hér og bíð eftir óveðrinu til þess að líf mitt haldi áfram. Það eina sem þarf í góða sögu, er óveður og slæmur endi. Því allir góðir hlutir verða að enda. Ef ég redda geimflaug fæ ég að lenda? Ég þrái virðingu þína og að einhver fylli uppí einmanaleikann. Sem hefur þjakað mig þessa mánuði/ár/daga. Ég veit ekki. Vatnið í baðinu er að verða kalt. Og þú hefur ekki enn svarað mér. Kæri guð, því er ég feitur, sköllóttur og ljótur? Guð svarar ekki, og veistu afhverju? Því ég er feitur, sköllóttur og ljótur. Ligg hér kviknakinn í baðinu, þótt að allt sé fullt af bubble bubble. Froðu og dóti. Þá er bumban mín eins og Hvalur á vaxta hormónum á miðju Kyrrahafinu. Ég gæti brauðfætt mannkynið…Er það hlutverk mitt guð almáttugur, að verða að dýrindis hlaðborði fyrir vort mannkyn? Ég teygi hönd mína upp og kalla. En fæ ekkert svar. Ég endanlega enda standandi uppi og kallandi á guð í baðkerinu. Guð hvað gerði ég rangt!? Garga ég. Ég stend á föðurlandinu útataður í bubble bubble froðunni og kalla. Ég fæ svar “Afhverju? Þú spyrð afhverju?
Þú gerðir ekkert rangt hlunkurinn þinn það var ég sem gerði rangt með að fæða þig”! Röddin kunnugleg ég svara pirraður
“mamma ég er í baði”!!! mamma fer. Gott hún er farin. Ég set mig í stellingar og ætla að kalla þegar ég heyri kvenmannsöskur. Ég lít útum gluggann og átta mig á því að ég er við helvítis gluggann!! Og það er þunguð kona sem heldur á ruslapoka sem starir á mig og öskrar. Ég stekk í skjól, semsagt oní baðið. Og þá gerist eitthvað einkennilegt. Ekkert ófyrirsjáanlegt. Nú er ekkert á sínum stað. Ég lendi harkalega og verkjar í hálsinum og ligg handónýtur þarna viðrandi fyrir mér hugsunina um að stinga þumalnum uppí munn mér og liggja þarna í fósturstellingu.. Mamma bankandi á dyrnar öskrandi, og konan úti enn öskrandi. Ég veit ekkert hvað ég á að gera núna. Þá alltíeinu heyri ég frekar óþægilegt hljóð. Sprunga myndast í baðkerinu. Ég sé hana fara yfir allt baðkerið á leiftur hraða. Svo heyri ég epíska “krakk” hljóðið. Og baðkerið brotnar. Og ég sé fyrir mér skellinn þegar rasskinnar mínar lenda fyrir neðan baðkerið, á flísunum, á öllum brotunum úr baðinu. Og ég dett. En ég stoppa ekki, ég dett áfram. Og er á bólakafi. Ég lít upp og sé ljósglætu fyrir ofan mig sem er augljóslega það sem eftir er af veslings bapkerinu. Og þarnaer ég dettandi oní þetta dimma, haf. Ég sé brot úr baðkerinu sem liðast framhjá mér og í kring. Og ég finn að líkami minn fer neðar og neðar, í þetta hyldýpi. Alltíeinu grípur eitthvað í löpp mína. Ég verð svo hræddur ég öskra og munnurinn á mér fyllist af sjó. Þá sé ég risastóran kolkrabba. Og hversu neyðarlegt er þetta, er það eina sem mér dettur í hug. Nágranninn sér mig nakinn, ég brýt baðkerið og uppgötva sprell nakinn einhverja kolkrabba nýlendu fyrir neðan baðherbergið. Þetta er orðið of asnalegt. Kolkrabbinn dregur mig hlunkinn áfram , dregur mig í meiri birtu. Og ég sé eitthvað annað nálgast úr birtunni. Sem er svo við næstu sýn krossfiskur. Hann lætur á mig, einhverskonar gegnsæjan poka sem hann lætur fyrir munn minn og eyru. Og ég fatta strax að þetta er fyrir öndun. Ég held að gáfur mínar leynist í spikinu
. Kolkrabbinn dregur mig áfram þangað til við komumst á endastöð. Þar er fullt af krossfiskum á einhverskonar þingi, í einhverskonar fornu hofi sem er undir sandinum. Ég er með öðrum orðum djúpt í hafinu. Krossfiska þingið starir á mig. Þeir eru inní einhverskonar hringlaga hofi með förnum súlum. Er þetta Atlantis eða? Ég veit ekki. Kolkrabbinn bendir á mig. Þeir yppa öxlum og benda svo einhvert. Kolkrabbinn þráist við. Þeir rífast á sinni haf-lensku eða hvað það heitir. Og það næsta sem ég veit er að ég er á fullri ferð með kolkrabbanum. Eitthvert.


Hann dregur mig endalaust áfram í dimmum sjónum, mér er orðið hálf ólgatt. Svona neðan sjávar sjó-veiki einhverskonar. Ég banka í kolkrabbann og gef honum til kynna að mér sé flökurt. Hann horfir daufur á mig með pírðum augum sínum sér auman á mérog hægir svo á sér. Þar sem þetta er orðið aðeins of súrrealískt þá er mér orðið nokk sama. Loksins stoppum við. Hann sleppir mér og bendir með örmum sínum á einhverja stóra gler kúlu. Sem er á botninum. Ég horfi á hann til baka og svara með handa máli
“aha..nei nei ég fer ekkert í þetta” Kolkrabbinn treður mér inní gler kúluna og heilsar bless með skátasið, vissi það væri eitthvað bogið við þessa skepnu. Kolkrabbinn vinkar með glotti og hverfur. Ég finn kúluna snúast. Hún snýst. Ég með. Nú er ég ekki lengur sjó veikur nú er ég “old fashion” Flökurt bara. En get ekki ælt. Ælan stöðvast bara í hálsinum vegna snúningsins hún fær ekki tækifæri á að fljúga útum kjaftinn á mér. Og þetta snýst og snýst og snýst og snýst og svo stoppar það! Sem betur fer.
Ælan er orðin að sona hristingi, sem ég kyngi. Þar sem hungrið er búið að sverfa af mér, enda ekki búinn að borða í rúm þrú kortér. Ég lít í kringum mig. Sé bara móðu út frá kúlunni. Svo ég treð mér útum kúluna eftir örlitlar vangaveltur um hvaða sædýr bíði mín handan glersins. Hér er ekkert , örlítið kalt. Og engir vindar eða neitt. Ég lít og ég sé bara myrkur og einstaka ljós glætu hér og þar. Ég stend samt á skrauf þurrum ísköldum sandi. Sprell nakinn, einhverra hluta vegna er bubble bubble froðan búin að frjósa á mér. Og ég veit ekki afhverju hún er enn á mér. Ég lít í kringum mig og sé helming af einhverju handan sjóndeildarhringsins. Og ef ég spái, og spái og spekúlera. Þá fatta ég strax að þetta er jörðin. Og ég er á tunglinu.
Tunglinu, ákvörðunarstað mannkynsins öldum saman. Ég tilheyri nú hinum fámenna hópi manna sem stigið hafa á þetta eyðilega tungl. Ég sé núna gígana frægu. Geng áfram, og hvert skref mitt merkir enn fremur slóð mína. Og þá arfleifð sem ég mun skilja hér eftir. Sé förin eftir feitlagnar tær og klunnalegir lappir mínar. Ég hoppa og er betur fer það þungur að ég fýk ekki útí tómið. Hér er gaman. Ég geng smá spöl og sé risa stóran gíg framundan. Geng ofan í hann, einhverra hluta vegna. Og þegar ég er kominn í hann miðjan, finn ég sjampó flösku. Tek hana upp og virði hana fyrir mér “for head and shoulders” ? Þetta er nú skrýtið, hver er með hár á öxlunum? Ekki ég, þarf samt sjampó í nef og eyrna hárin. Alltíeinu kallar…einhver “heyrðu vinur viltu koma með sjampóið”? Þar sem þetta er súrrealískt og allt saman ákveð ég að leika með og geng áfram. Heyri vatn leka að mér heyrist í baðkar og heyri einnig dauft í einhverri tónlist og undir því vinyl skruðningar. Þegar ég er loks kominn uppúr gígnum sé ég að kona liggur i baðkeri á yfirborði tunglsins. Hún sest upp og ég virði hana fyrir mér. Gullfalleg kona, og ég sé í aðra geirvörtuna á henni.
Ætlaru að rétta mér sjampóið?
Spyr hún afskaplega afslöppuð. Ég geng til hennar og rétti henni sjampóið. Ég verð að spyrja “ert þú…”? Ég hika.
Hún svarar léttilega með húmórísku ívafi “ég er það sem þú heldur, það sem þú vilt”
Þá hef ég ræðu mína
“þakka þér fyrir að hafa heyrt bænir mínar….hvað er það sem þú vilt að ég geri, afhverju er ég feitur, ljótur og sköllóttur? Afhverju hef ég engan tilgang, afhverju er ekki allt á sínum stað? Afhverju er ekki allt eins og ég vill hafa það??? hvað er að þér??!!
Garga ég á hann/hana. Aldrei að vita hvers kyns þessir guðlegu gárungar eru. Hún ansar engu, hún stendur upp úr baðinu. “viltu rétta mér handklæðið þarna”
Segir hún og bendir fyrir aftan mig. Ég tek það upp en áður en ég rétti henni handklæðið Geturu sagt mér eitthvað”? Spyr ég með örvæntinguna útúr ný mynduðum hvolpaaugum mínum.
Hún tekur handklæðið, þurrkar sér rólega. Sest svo á þurrann kaldan sandinn. Lætur plötu á grammófóninn, Eina svona gamla og góða. Kveikir sér í sígarettu, í þyngdarleysinu. Og segir svo hér á tunglinu, milli stjarnanna “ ég hélt þig langaði til tunglsins” Sigla til tunglsins ha? Og gargar á mig!
Þá fatta ég þetta allt saman.
Þú ert nágranni minn sem öskraðir þegar ég var í baði og lést mig detta!
Hún brosir.
Ég horfi á hana “ ég spyr hvað er það sem þú vilt? Hvað viltu að ég geri?'
Hún horfir og svarar hneyksnanlega “það sem ég vill ? Ég hélt þig langaði til tunglsins! Hvað helduru að ég sé ??? GUÐ!
Hafið það gott