Gullfiska búrið & rómantíska byltingin eða þetta er ekki mér að kenna!
biðst forláts á villum, ef þær skyldu vera þar.
smá saga, sem samin er þegar maður á ekki sígarettur og saknar gæludýra sinna úr æsku plús svefngalsa og langtímaþreytu
gjörið svo vel


þú ert vitleysingur! Heyriru það?? Gargaði Sandra yfir herbergið. En ég stóð bara hinum megin, langaði að segja eitthvað sniðugt, en það kom ekkert út nema hálfgerðar stunur. Orð sem hljómuðu líkt og ég væri einn af hinum fornu Atlants-búum, nývaknaður úr dái og væri enn talandi útdautt tungumál. Það útdautt að það væri ekki skylt latínu. Ég bablaði það mikið að kölski sjálfur hefði skammast sín. Svo þrykkti hún gullfiskabúrinu í mig. Það var ótrúlegt þegar það brotnaði, beint fyrir ofan mig. Vá… stelpan hún getur sko fleygt hlutum. Búrið er allaveganna 12-15 kg. En eins og ég ætlaði að segja, ég hef ekki marga hæfileika en einn hæfileika hef ég frá guði almáttugum. Og það er að sjá hluti í “slow-motion” Það var æði. Búrið brotnaði og gler brotin ýmist fuku fyrir ofan mig eða duttu í kringum mig. Og vatnið sem var í búrinu, hva 30 lítrar vá. Svona fiski/fiska mats mettað vatn, með fýlu og öllum sandinum. Mixað af fiskamat og fiska skít. Eftir að hún kastaði búrinu þá stóð hún máttlaus og vissi ekki hvort hún ætti að gráta eða hlæja. Þarna datt mér í hug að ég gæti beðið hana afsökunar, hvernig átti ég að vita að hún og frænka hennar væru næstum alveg eins í útliti. Meina höfum nú bara verið saman í 3 ár. Jæja, en aðal sjokk þessa dags og þessa eftirmiðdegis tragedíu, eða ætti ég að segja post-tragedíu. Tragedían var á enda, held ég. Allaveganna….tragedían var á enda en ekki dramatíkin! Ég virti hana fyrir mér, hún stóð þarna hinum megin og var ekki enn búin að átta sig á þessum villtu kringumstæðum. Þá datt mér snjallræði í hug, datt ekki fiskabúr í hug haha. Nei, sko þarna lá ryksugu fiskurinn hennar…hvað kvikindið hét. Lá á perneska teppinu, þar sem hann var blautur var hann orðinn þakin ryki og var þarna að kafna. Ég tók á mínum stóra(tek fram að allt sem ég hef sagt, tók ykkur kannski(fer eftir sjón) x mínútur/sekúndur að lesa)) En í rauninni gerðist þetta allt á örfáum sekúndum. Ég greip í fiskinn “Greyið”! Öskraði ég, alveg eins og í forn grískri tragedíu, Ertu geðveik!! Gargaði ég stakk hendi minni í sandinn á teppinu, fyllti lúku af sandi. Titraði og allt, mjög áhrifaríkt. Henni var eflaust orðið heitt eða eitthvað, hún var byrjuð að anda mikið og settist á stól. Og starði á mig, hinum megin í herberginu. Þá gargaði ég “Ónei Helmút!! Horfði á Söndru svo “reiður” hvað hefuru gert!!!?? VARSTU AÐ REYNA AÐ DREPA HELMÚT! Hún ansaði engu horfði bara á mig grípa upp ryksugufiskinn. “Hann heitir ekki Helmút!! Hún heitir Aríel!!!!!!! Gargaði hún. Ég gerði mér grein fyrir villu minni í dramatíkinni og þaut á fætur . “Við verðum að bjarga henni”!!! Gólaði ég og hljóp af stað með ryk mettaðan fiskinn, sem var meðal annars dauður. Bara til að viðhalda dramatíkinni. Ég hljóp útúr herberginu. Þar blasti við mér, eldhúsið, baðherbergið og úti hurðin. Dramatíkin yrði perfect ef ég myndi hlaupa með hann út, út að höfninni!! Ég hljóp útum hurðina, niður allar 12 hæðirnar(hringlaga stigi) Og út á götu. Og ég hljóp, hljóp og hljóp. En ég sá engan sjó, hvergi. Ekkert vatn. Og helvítis fiskurinn dauður. Ég vissi núna að leikur minn, sem átti að vekja umhyggju og skilning í hjarta hennar hefði mistekist. Ég get ekki gert neitt rétt. Ég sat afar leiður á almenningsbekknum, í garðinum fyrir aftan þar sem Sandra býr. Hvernig átti ég að vita að Sandra ætti frænku, sem ekki bara líktist henni heldur væri heyrnarlaus og þar af leiðandi ekki mikið fyrir að tala. Ég ætlaði bara að vera ástríkur unnusti, koma heim af 3 daga fyllerríi, kyssa ástkonu mína. Og svo leggja mig, helst með henni. En ég hverf í helvítis 3 daga, og þá er einhver frænka heima hjá mér, sem ég kyssi. Hún sagði nottla ekkert á móti, bara kyssti. Iss, ég var með ómeðvitað framhjáhald. Ólíkt henni, hún vissi að hún mætti ekki kyssa mig. O jæja. En hér sit ég og líf mitt er komið á pásu, það er ekkert sem ég get gert uppúr þessu. Allt farið til fjandans. Ég ætla að fara heim, pakka saman. Kveðja mína heittelskuðu og flytj eitthvert burt Langt, langt í burtu. Setjast að sem einsetumaður, borða rætur og drekka soðið vatn með fíflum og þessháttar. Ég mun aldrei elska aftur! Svo gekk ég til baka , með fiskinn hann Helmút. Eða hvað hann hét. Mátti ekki grafa hann í garðinum, mér var bannað það af gamalli konu með sheffer hund. O jæja. Ég geng upp stigann , allar 12 hæðirnar. Með rykmettaðan fiskinn. Geng inn. Enginn að taka á móti mér. En ég heyri samt, einhverskonar kliður úr íbúðinni. Ég geng áfram, heyri eitthvað útúr svefnherberginu. Og þar sem ég stend og horfi inní svefnherbergið. Er Sandra, ásamt frænku sinni. Í ástarleik! Ég veit ekkert hvað ég að gera. Ég reyni að segja eitthvað en Atlants-búinn nær tökum á mér. Langaði að öskra “Meina ég kyssti bara frænku þína” Eða eitthvað. Ég geng niðurlútur fram. Ég þarf að hefna mín. =INTERMISSION=(auglýsingar)

Ég vildi bara hefna mín. Enda er það heiðursmannalegasta uppátækið sem mér dettur í hug sem stendur. Allaveganna….ég vissi ekkert hvað ég átti að berjast við svo ég náði í öll hugsanleg vopn sem fundust á heimilinu. Svo stóð ég í dyragættinni aftur, með 9 mm skammbyssu(með hljóðdeyfi) Og starði, og kallaði svo “gaman hjá þér, Sandra? Sandra kom undan sænginni og starði á mig. Ég öskraði “ og núna verð það ég sem mun öskra”!!! Hver er þarna með þér???
Sandra varð einkar skömmustuleg, og undan sænginni kom heyrnarlausa frænkan! Ekki nema skrýtið, þar sem ég heyrði bara eina kvenmannstunu. Tvær hefðu orðið heldur ruglingslegar nema þær væru að í helli. Allaveganna, ég vissi ekkert hvað ég átti að segja. Ég titraði allur og vissi ekkert. Þannig að ég horfði á Söndru….og spurði “sandra…afhverju”? Sandra stóð upp með sængina en fleygði henni svo. Og þar var sú alversta sýn sem ég hef nokkurntímann séð, allaveganna helvíti stór sýn og mér leið hálf asnalega. Með öðrum orðum kæri geðlæknir hún var karlmaður! Og var búin að vera það í 3 ár. Þannig að auðvitað gekk ég út, skrúfaði fyrir gasið á eldavélinni, beið fyrir utan í korter og hendi svo molotov kokkteil inn. Þetta var ekki mér að kenna!takk fyrir að lesa alla leið hingað(þeas ef þú gerðir það)
Hafið það gott