Geðveikræli fólksins


,,Himininn er að hrynja! Himininn er að hrynja! Allir að setja á sig himnahrunsvarnarhjálmana!´´, heyrðist bergmála um ganga geðveikrahælisins. Innan af næsta gangi heyrðist dauflega kallað: ,,Allir að brosa! Allir að segja skyr eða tsís! Guð er að taka myndir!´´ Annars staðar frá heyrðist: ,,Englarnir eru í Laser-Tag!´´ Grettir hafði alltaf gaman að því að vinna á geðveikrahælinu í þrumuveðri. Sjúklingarnir höfðu svo skemmtilegar og frumlegar útskýringar á ólátunum. Grettir settist út við gluggan á ganginum hjá stofu 35. Þar gat hann fylgst með veðrinu og reynt að lifa sig inn í fantasíur vistmanna.
Grettir gretti sig framan í myndavél Guðs. Taldi stigin fyrir englana og setti á sig ímyndaðan himnahrunsvarnarhjálm. Skyndilega birtist maður og settist við hliðina á honum. Grettir ætlaði að spyrja hann að nafni, en um leið og hann opnaði munninn fékk hann svarið: ,,Sigþjörður Fálksteinsson.´´ Þá ætlaði Grettir að spyrja hvert erindi hanns væri, en aftur fékk hann svarið áður en hann náði að spyrja. Herra Sigþjörður var blaðamaður kominn til þess að taka viðtal. Jæja, hugsaði Grettir. Hann prófaði aðra spurningu, varðandi nafn móður blaðamannsins og áður en hann spurði, svaraði blaðamaðurinn: ,,Þorskríður Fjarðardóttir.´´. Skrítið hugsaði Grettir með sér. Hann vissi nú samt ekki hvort væri skrítnara, nafn blaðamannsins og móður hanns eða það að blaðamaðurinn gæti lesið hugsanir.
Blaðamaðurinn hóf nú spurningarnar. ,,Hve lengi hefurðu unnið hér?´´ -Það eru rétt tæp fimm ár síðan ég fyrst kom.´´ -,,Hver er uppáhaldsliturinn þinn?´´ Grettir benti á gólfið og sagði: ,,Sægræni liturinn sem er á gólfum ganganna hér.´´ -,,Er þetta ekki erfiður vinnustaður?´´ -Nei, þetta er ekki svo erfitt ef maður sefur sínn átta tíma svefn.´´ -,,Ertu aldrei hræddur við vistmenn?´´ -,,Nei, þetta eru allt meinlausar smásálir, vinir mínir í þokkabót. Það er venjulega fólkið á götunni sem ég er hræddur við.´´
Nú hvarf blaðamaðurinn skyringarlaust og í staðinn birtist Jónas læknir. ,,Sælir doktór Jónas minn kæri starfsfélagi.´´sagði Grettir og gretti sig. ,,Við hvern voruð þér að tala Lúkas´´, spurði Jónas. -,,Blaðamann. Eg held hann hafi verið frá Life Magazine eðaVictorias Secret, man það ekki. Og ég heiti Grettir, ekki Lúkas!´´ -,,Lúkas minn hingað hefur enginn blaðamaður komið og nú ferð þú að sofa. A morgun er nyr dagur!´´ -,,Vertu nú ekki svo viss, einhver var að tala um það að himininn væri að hrynja.´´ -,,Hafðu ekki áhyggjur af slíkum málum og farðu að lúlla Lúkas.´´