Ég var um daginn að leika mér að skrifa sögu um stelpu sem er í rauninni bara að hugsa. Þetta er ekki löng saga og eiginlega enginn boðskapur eða neitt. Það gerist frekar lítið eins og þetta sé bara byrjun á bók eða eitthvað… svo er enginn endir eiginlega… en hvað um það… lesið þetta ef þið nennið og segið mér hvað ykkur finnst. ATH: Þetta er ekki um mig.

Hann brosti lauslega til hennar í stærðfræðitímanum. Hún hugsaði ekki um annað það sem eftir var tímans. Hann samt tók vel þátt í tímanum og fylgdist vel með. Hann var góður nemandi og fékk alltaf hátt á prófum. Hún hafði oft reynt að læra mikið fyrir próf en það var alltaf eitthvað sem fékk hana til að hætta því. Það var kannski góður þáttur í sjónvarpinu eða frumsýning á einhverri kvikmynd í bíóinu. Alltaf eitthvað og þess vegna fékk hún oftast 5-6 á prófum. Hún var aldrei ánægð en sætti sig við það. Frekar vildi hún skemmta sér en að hanga heima og læra. Hver nennir að hanga með svoleiðis stelpu? Enginn sem hún þekkti að minnsta kosti.
Bjallan hringdi og tíminn var búinn. Skólinn var búinn, í bili. Hún var samt enþá þreytt síðan í morgun. Veturinn hafði þreytuleg áhrif á hana. Vindurinn og snjórinn, allur kuldinn. Þá var gott að sofa. Finna að maður sé inni í hlýunni, uppi í rúmi og undir sæng. Hún sofnaði alltaf strax. En nú var bara dagurinn rétt að byrja. Klukkan var tvö og hún var glöð. Þegar fólk brosti til hennar leið henni alltaf vel. Hún sá hann raða bókunum í töskuna sína og ganga út. Hann gekk uppréttur og svolítið merkilegur með sig. Eins og hann var merkilegasta manneskjan í skólanum. Afhverju var hún þá svona hrifin af honum? Það var bara eitthvað við hann, eitthvað visst aðdráttarafl. Hann var með fallegt ljóst hár, hávaxinn og grannur. Hann var mikill íþróttakappi og var alltaf bestur í öllum íþróttum í leikfimi. Hann var eitthvað svo fullkominn, og það versta við það, hann vissi það…
Hann hafði verið með mörgum stelpum og átti marga vini. Þau voru bara í 10. bekk og hann hafði verið með þrem stelpum í bekknum og nokkrum utan bekkjarins. Sumar voru jafnvel eldri en hann. Hann var trommari í hljómsveit sem spilaði alltaf á böllum skólans og félagsmiðstöðvarinnar. Hann var mjög góður og allir sögðu það. Hann vissi það líka. Afhverju hann samt! Bara ef hann væri venjulegur, þá væru meiri möguleikar að hún myndi ná í hann. Tala við hann! Hún hafði aðeins tvisvar eða þrisvar talað við hann þegar enginn annar var í kring. Hann var alltaf umkringdur fólki og allir eltu hann og vildu tala við hann. Það var bara eitthvað svo flott við að vera tala við hann. Hann lét mann líta vel út í öllum hópnum. Einu sinni sagði hann við hana: „Vel gert!“ þegar þau voru í íþróttum og hún roðnaði. Fólk talaði meira að segja um það. Henni leið svo ömurlega að hún sagði íþróttakennaranum að hún hlyti að vera veik því henni leið svo illa og fékk að fara heim. Svo lét hún eins og hún væri veik morguninn eftir og mamma hennar leyfði henni að vera heima.