jæja, ég ákvað að hafa þetta líka stutt, meira spennó, því að enda setningin á þessum kafla er svo flott! En maður VERÐUR að vera búin/n að lesa annann kafla (helst fyrsta líka!) til að skilja eitthvað í þessum kafla, sérstaklega endinn! kanski maður lesi bara aftur yfir annann kafla? En vonandi fattiði þetta! því að þá verður þetta ógeðslega spúkí!

Klukkan varð tvö, en engin mamma. “kanski varð hún bara svolítið sein!” sagði Tina og var greinilega búin að missa alla von. “jaaáá…auðvitað!….NEI! hún er líklegast dauð einhverstaðar út í skurði!” sagði Kolla sem að meinti ekki það sem að hún sagði.Það varð löng og djúp þögn. Allt í einu hringdi síminn og stelpurnar hrukku í kút. “Kanski er þetta mamma!” kallaði Kolla upp yfir sig, greinilega búin að fá sjálfstraustið aftur. “já mamma vissiru að það kom lík fljúgandi í gluggann á hljóðverinu, og ég læstist úti og við fengum senda exi og ÞAÐ ER EINHVER AÐ FiLgJAST MEÐ OKKUR MAMMA!” Kolla spýtti orðunum út úr sér í einni stórri gusu. “ég veit það.” Sgði ókunn karlmannsrödd í símanum. Stelpurnar urðu stjarfar af hræðslu. “Það er verið að fylgjast með ykkur” sagði röddin í símanum, hún var svo ótrúlega óhugnaleg að stelpurnar frusu. “veistu ekki hvað þú gerðir mér Kolla?..manstu það ekki?…fyrir þremur árum, á hrekkjavökunni?” Kolla fraus. “ó mæ gat. En hann er dáinn!” öskraði Kolla í símann. “Ekki lengur!” röddin var kld og tóm. Það var skellt á. “HVAÐ?…VER VAR ÞETTA KOLLA?!?” öskraði Tina. Kolla var í dáleiðslu, “þetta….þetta…þetta var…” sagði Kolla sem dáleidd væri. “en var hann ekki hálshöggvinn fyrir eins og þremur árum?” spurði Tina, sem að var svo alveg ekki að fatta hvað var um að vera. “jú…en mér finnst ekki vera þrjú ár síðan það gerðist.” Sagði Kolla. “síðan hvað gerðist, þú villt aldrey segja mér það!” Tina var orðin mjög pirruð og var farin að halda að Kolla væri bara að atast í sér. “Það var fyrir fimm árum. Ég var að fara til að hitta ömmu mína, Ginu, hún var dönsk gömul kella og maður mátti allt, því að það tók því ekki að spurja hana hvort maður mætti gera eitthvað, hún var svo heyrnasljó.En ég kom til Bakkaflóa um ellevu leitið. Það var skollið á mikið óveður og það varð að keyra rútunni alveg upp að húsinu svo að ég fyki ekki í burtu.Þegar ég kom inn í húsið gekk ég rakleitt inn í stofu, hún var ekki þar, ég leitaði í eldhúsinu, herberginu hennar, herberginu mína, ég leitaði alls staðar. Þegar ég kom í þvottahúsið………þá…………..það var búið að hengja hana!” Kolla brast í grát, Tina tók utan um hana og huggaði hana. Kolla hélt áfram” En jæja. Þarna hékk hún, og það var miði á henni, sem að stóð á…..” Kolla snarþagnaði.
“HVAÐ..hvað stóð á honum?” spurði Tina Forvitin. “Frá Axar-Jóni til Kollu!”