Næsta haust mun ég semsagt ganga í menntaskóla og hef verið að velta fyrir mér valinu.
Ég er og hef alltaf verið góður nemandi en lít samt ekki á mig sem “nörda” týpuna heldur frekar svona gaurinn sem gengur vel í skóla en þarf ekki að hafa það mikið fyrir því og geri því margt annað en að hanga heima að læra og svo framvegis.
En já, ég hef verið að pæla í MR og var um tíma að hugsa um MS en ég hef fjarlægst hann útaf ástæðum sem ég nefni síðar.
Ég er einnig byrjaður að pæla í Kvennó en þar sem svo margir strákar eru að fara þangað úr bekknum veit ég ekki alveg hvort mig langar þannig þar sem mig langar eiginlega að byrja upp á nýtt þar sem núna er ég ekki beinleiðist vinsæll meðal stelpna en ég er beinleiðis gaurinn sem strákarnir hunsa, frekar þarna á milli.
Áður en þetta verður fljótur ætla ég að koma með spurningarnar sem þessi þráður var upphaflega um.
-Menntaskólinn í Reykjavík:
- Eru þetta allt tómir nördar(meina þetta ekki illa en ég tel mig ekki passa inn í þann hóp) eða eru þetta líka bara venjulegir gaurar sem eru svipaðir og ég?
- Er félagslífið gott? hvernig eru böllin ? (Fyrir þá sem hafa eða eru í MR, I guess)

-Kvennaskólinn
Hef eiginlega engar spurningar en ef þú ert í honum, hvernig líkar þér?

Og svo að lokum Menntaskólinn við Sund-
Ekki móðgast ef þú ert í MS en ég ætla að seigja það sem ég hef heyrt um hann
- Skítugur, troðinn skóli þar sem allt sníst um bagg/djamm og hnakka/skínkur ?

Ef þú nenntir að lesa þetta þá klappa ég fyrir þér.
Ég nennti ekki að lesa þetta aftur yfir svo afsakið stafsetningavillur.


Bætt við 31. mars 2010 - 01:49
Guð hvað var ég að skrifa?. Lagfæring!
Ég er einnig byrjaður að pæla í Kvennó en þar sem svo margir strákar eru að fara þangað úr bekknum veit ég ekki alveg hvort mig langar þangað þar sem mig langar eiginlega að byrja upp á nýtt. Núna er ég ekki beinleiðis vinsæll meðal stelpna en ég er ekki beinleiðis gaurinn sem strákarnir hunsa, frekar þarna mitt milli.

Áður en þetta verður of langt ætla ég að koma með spurningarnar sem þessi þráður var upphaflega um.

Afsakið, var augljóslega að flýta mér !