Nú er ég að fara í menntaskóla í haust og maður hefur svona verið að spá í hvaða skóla maður á að fara og svona…

Ég tók eftir því að á þessum “Hvaða skóla?” þráð voru allnokkrir sem sögðust vera í MR, og ég er bara svona að spá hvort þið hafið eitthvað að segja um skólann?

Þetta er kannski svolítið tilganglaus þráður, þá sérstaklega þar sem ég er eiginlega alveg búin að ákveða að fara í MR, en ég vildi bara fá að heyra hvernig skóli þetta væri, hvað er gott við þennan skóla fram yfir aðra o.s.fv:)

Endilega, share, ef þið hafið eitthvað að segja…

Og fyrst það er búið að gera þráð um hvaða skóla eldri hugarar eru í, þá spyr ég 92' árganginn, í hvaða skóla ætlið þið:)?