Verzlunarskóli Íslands - The place to be Verzlunarskóli Íslands er tvöfaldur meistari árið 2004. Bæði sigur í MORFÍS og Gettu Betur.

Það gerist varla betra en að vera tvöfaldur meistari á sínu fyrsta skólaári. Persónulega fannst mér mun skemmtilegra að sigra í Gettu Betur enda hef ég lagt gríðarlega vinnu á mig til þess að sjá Hljóðnemann fara í Marmarahöllina. Verzló vann einnig MORFÍS í fyrra en skólinn hefur oft og mörgum sinnum unnið þá keppni en voru aðeins að vinna Gettu Betur í fyrsta skipti á föstudaginn síðastliðinn eftir að hafa fjórum sinnum komist í úrslit og tapað.

Þetta ár hefur verið rosalegt. Fólk virðist þó alfarið á móti því að Verzló hafi unnið báðar þessar keppnir. Verzló vann MH með 1 stigi í MORFÍS en tveir af þremur dómurum dæmdu MH sigur. MH var 2 stigum yfir þegar átti eftir að draga refsistig frá en þeir fengu 9 refsistig gegn 6 hjá Verzlingum. Því var niðurstaðan 1 stigs sigur Verzló. Hefði hins vegar farið svo að MH hefði fengið 8 refsistig gegn 6 hjá Verzló eða 9 hjá MH og 7 hjá Verzló þá hefði Verzló samt unnið því að Ræðumaður Íslands var frá þeim. Björn Bragi Arnarsson var 3 stigum á undan Atla Bollasyni úr MH sem Ræðumaður Íslands. Þegar oddadómarinn sagði að munurinn væri aðeins 1 stig þá voru áhorfendur heldur betur með hjartað í buxunum. Þegar hann sagði að Hannes, liðstjóri Verzló, ætti að koma upp að taka við bikarnum braust út mikil gleði hjá Verzlingum og þeir þutu upp á svið og fögnuðu innilega. Það sem lýsir þessari tilfinningu best var sú að Ingvar Örn Ákason, formaður Málfundafélags Verzló, grét úr gleði og lá á stóra sviðinu í Háskólabíói með gleðitár í augunum.

Nú var stefnan sett sigur á Borgarholtsskóla í úrslitum Gettu Betur.

Eftir látlausar æfingar mætti lið Verzlunarskólans liði Borgarholtsskóla í einni æsilegustu úrslitakeppni frá upphafi. Hraðaspurningarnar voru virkilega þungar og eftir þær voru borhyltingar með 1 stigs forystu, 13-12. Verzló svaraði fyrstu vísbendingaspurningunni réttri og var komið með tveggja stiga forystu, 15-12. Liðin skiptust svo á að vera með forystu. Þegar tvær spurningar voru eftir og 6 stig í pottinum voru borghyltingar með 2 stiga forystu. Liðin náðu ekki að svara eftir fyrstu og aðra vísbendinguna en borghyltingar svöruðu þeirri þriðju eftir að Verzló svaraði vitlaust. Þetta þýddi að Verzló yrði að svara þríþrautinni rétt til að knýja fram bráðabana. Þremur stigum undir, þrjú stig eftir í pottinum og erfiðasti liðurinn eftir. Upp koma þrjár myndir, Logi byrjar á spurningunni og þá ýtir Verzló á bjölluna. Þeir svara rétt og fagnaðarlætin meðal Verzinga eru ólýsanleg. Hver hefði trúað þessu fyrir þríþrautina? Nú er komið í bráðabana. Logi les upp dagsetninguna 5. nóvember 1993 og þá ýtir Verzló á bjölluna. Þeir svara rétt og eru komnir með eins stigs forystu. Önnu spurning kemur sem bæði lið svara vitlaust. Sú þriðja er lesin upp og voru Verzlingar fyrr á bjölluna. Svar þeirra við spurningunni var Kaupmannahöfn, Brussel og Amsterdam. Svarið reynist rétt og Verzlingar verða óðir úr gleði. Fólk flykkist upp á svið til að taka þátt í fagnaðarlátunum. Gleðin ríkir meðal Verzlinga en borghyltingar eru svekktir. Verzlunarskóli Íslands vann Gettu Betur í fyrsta skipti eftir að hafa tapað 4 sinnum í úrslitum. Hljóðneminn er kominn heim. Þetta var sigur viljans!

Leið Verzló að sigri í MORFÍS og Gettu Betur:
MORFÍS: 8-liða úrslit - Verzló vann fva með 509 stigum, 4-liða úrslit - Verzló vann ma með 128 stigum, úrslit - Verzló vann mh með 1 stigi.
Gettu Betur: 28-liða úrslit - Verzló vann iðnskólanna í reykjavík 20-9, 14-liða úrslit - Verzló vann mh 31-27, 8-liða úrslit - Verzló vann fva 34-20, 4-liða úrslit - Verzló vann hraðbraut 27-17, úrslit - Verzló vann borgó 23-21.

Verzlunarskóli Íslands er staðurinn til að vera á.
He may be a son of a bitch, but he is our son of a bitch.