Star Wars: The Empire Strikes Back (1980) Star Wars: Episode V: The Empire Strikes Back (1980)

Leikstjóri: Irvin Kershner
Handrit: Leigh Brackett, Lawrence Kasdan, George Lucas
Lengd: 124 mín
Framleiðendur: Gary Kurtz, George Lucas
Aðalhlutverk: Harrison Ford, Mark Hamill, Carrey Fisher, James Earl Jones, Billy Dee Williams, Anthony Daniels, Frank Oz, Alec Guinnes

sbs: ****
Star Wars: A New Hope var gerð fyrir tiltölulega lítið fjármagn. Þar af leiðandi gat George Lucas ekki gert allt í henni einsog hann hafði ætlað að gera. Enda sést mesti munurinn á henni í Special Edition safninu. En þegar The Empire Strikes Back var gerð var A New Hope orðin vinsælasta kvikmynd sögunar og Lucas hafði meiri pening til að vinna með og það sést. Tækni- og sjónbrellurnar eru mun betri og reyndar er flest betra í The Empire Strikes Back heldur en í A New Hope.


Í A New Hope voru persónurnar kynntar til sögunar með látum, hún var björt og glaðvær(þó ekki næstum því einsog sjötta myndin, Return of the Jedi). En í þessari eru allar persónurnar vel þekktar og ‘actionið’ byrjar strax. The Empire Strikes Back er líka miklu dekkri og skuggalegri.

Myndin byrjar einhverjum árum eftir A New Hope(fjórum til fimm árum hef ég heyrt). “The Death Star” hefur verið eyðilögð en góðvinur okkar Vader var ekki inní henni þegar hún sprakk svo hann lifði auðvitað af, Grand Moff Tarkin var ekki svo heppinn. Nú stjórnar Vader herafli Veldisins og stefnir á að eyða uppreisnarsinnana.

Rebelarnir hafa leynilegar bækistöðvar á hinni ísilöguð plánetu Hoth en hún varð ekki leynileg lengi því að Veldið hafði sent út þúsundum ‘probe droida’ og bækistöðvarnar fundust. Það leiddi af stað eina flottustu orrustu Star Wars myndanna. Þar sem tugir AT-AT walker tæki skjóta á Rebelana. Ég hef alltaf haft sérstaklega gaman af þessum ‘AT-AT’ tækjum. Þau eru einsog stórir fílar með langa leggi, gæti þessi tæki verið óhagkvæmari?

Allavegana, eftir orrustuna flýja hetjurnar sitt í hvora áttina. Han Solo, Leia, Chewbacca og C-3PO ná að fela sig frá Veldinu með að vera eins nálagt því og þau gátu og stefna svo í hina stórkostlegu skýjaborg, Cloud City. Óafvitandi að þeim var veitt eftirför af ‘bounty hunterinum’, Boba Fett. Borginni er stjórnað Lando Calrissian, gömlum vini Han Solos og fyrrum eiganda Millenium Falconinum. En Luke og R2-D2 stefna á plánetuna Dagobah. Þar vill vill hitta meistarann Yoda til að læra að verða Jedi.

Eitt það besta við The Empire Strikes Back eru persónurnar. Þá sérstaklega allar þessar nýju. Lando Calrissian er vel heppnaður. Hann vill hjálpa til en vill líka bjarga sínum eigin eignum, er það ekki bara einsog flestir eru? Boba Fett er auðvitað mjög flottur. En, það er Yoda sem stendur upp úr. Yoda er ekki bara venjuleg Frank Oz prúðudúkka. Það sést best í atriðinu þegar Yoda hefur sent Luke í myrkvaðan skógar hluta til að mæta örlögum sínum, Luke er fullur af hugrekki og kveður, þó hann taki með sér vopn sem Yoda segir að séu óþörf. En eftir að hann er farinn þá fer myndavélin á Yoda, þar sýnir Yoda sterk tilfinningaleg svipbrigði, umhyggja, dapurleika og líka stolt. Þetta atriði hefur Lucas ekki enn náð að toppa þó að hann hafi undir höndum sér mun fullkomnari tæki heldur en hann var með þarna.

Gömlu persónurnar eru sumar betri en þær voru í A New Hope. Mark Hamill hefur fullorðnast mikið og er orðinn betri leikari, sama má segja um Carrie Fisher. Harrison Ford er auðvitað alltaf góður og þá séstaklega sem hinn karlmannlegi Han Solo. En ég get ekki annað en spáð í því hvernig Christopher Walken hefði fyllt skóna hans, það hefði verið gaman að sjá. Ég hef aldrei alveg botnað Chewbacca. Er þetta virkilega tungumál sem hann er alltaf að öskra og skilur Han Solo það svona vel?

Að mínu mati er The Empire Strikes Back besta Star Wars myndin hingað til. Hún hefur allt það sem góð Star Wars mynd getur haft. Glæsileg sviðsmynd, skemtilegar persónur, frábærar tæknibrellur og auðvitað magnaða tónlist eftir John Williams.

sbs : 19/05/2002