Er Tolkien snjall eða er George Lucas snallari?

Í dag rakst ég á forvitnilega könnun sem var á kvikmyndasíðunni. Spurningin var hvort að Lord of the Rings eða Star Wars væri betri. Það voru þrír valmöguleikar, einn var að velja LOTR, annar að kjósa Star Wars, sá síðasti var 50:50 eða betra sagt jafnt eða hlutlaus. Mér fannst vanta valmöguleikann að ég geri ekki upp á milli, og síðan einn valmöguleiki sem var alveg nauðsyn, en það er að segja að það sé ekki hægt að bera þetta tvennt saman. Af hverju kunna einhverjir að spyrja, jú, af því að Lord of The Rings er bókmenntaverk og ég mun ávallt líta á það sem slíkt en ég lít á kvikmyndirnar í allt öðru ljósi. Bókmenntir og kvikmyndir eru ekki sama fyrirbærið, hins vegar er hægt að beita svipaðri leiðum til að gangrýna þau og kryfja en munurinn á milli þeirra er samt sem áður stór.

Það hefði átt að standa Lord of the Rings myndin, eða myndinar fyrir ykkur sem dæma fyrir fram eða Star Wars myndirnar. Spurningin gerði ekki greinarmun á verkum.Annars er spurningin óljós, er þá verið að spyrja um Expanded Universe bækurnar í Star Wars eða bara myndirnar? Ég geri mér grein fyrir því að þessi könnun var á kvikmyndasíðunni, en samt finnst mér að það hefði mátt koma fram. Þar sem Star Wars kom út sem kvikmynd fyrst en Lord of the Rings sem bókmenntaverk.

Auðvitað getum við rífist um það hvort sé betra, hvort að Lucas hafi fengið ýmislegt léð frá Kurosawa, Tolkien og Campbell. Á hinn boginn getum við sagt að Tolkien fékk lánað frá Íslendingasögunum, Völuspá og Eddukvæði og germanskar sögur, en margt af þessu sem hann notaði var þekkt áður.


Mér finnst bara óþarfi að velja alltaf á milli, ég veit að það er mannlegt að gera greinarmun en er ekki óþarfi að segja að eitt fyrirbæri sé best á kostnað hinnar?

Höfundurinn er Star Wars aðdáendi, fílar Star Trek, er mikið fyrir Lord of The Rings og Tolkienheiminn og síðast en ekki síst er hrifinn af Harry Potter bókunum
Through me is the way to the sorrowful city.