Fyrir löngu kom út leikur sem nefnist StarWars Galatic Battlegrounds. Sá leikur er frábrugðinn flestum öðrum star wars leikjum að því leiti að þetta er ekki fyrstu persónu leikur þar sem maður leikur Kyle Katarn (Jedi Knight serían ), Das Rendas (Shadows Of The Empire) eða nokkrun Jeda. Þetta er herstjórnarleikur sem margir vilja líkja við leiki á borð við Warcraft, Red Alert2 og Age of Empires. Maður velur átta siðmenningar, (The Galatic Empire, Naboo, Trade Federation, Wookies, Galatic Republic, Rebel Alliance, Confinderasi (eða eitthvað svoleyðis)og Gungans)
Leikurinn er ólíkur Red Alert að því leiti að hann er mikið flóknari, meira sem maður þarf að hafa í huga þegar maður berst við óvini. Einnig er hægt að uppgreada næstum allt, það eru ekki bara standard flugorrustuvélar eins og í RA2 heldur eru þrjú stig sem maður getur þróað vélarnar á. Það eru líka svokölluð Tech Level“ sem sýnir hversu þróaður maður er orðinn. Það er hægt að betrumbæta varnir stormtroopera, auka damage effect, sem sagt, næstum allt. Þetta gerir manni kleift að þróa ógnar árásar her sem er margfalt ,,þróaðri” skemmtun en Red Alert. Ég mæli sterklega með þessum leik fyrir alla StarWars leikja aðdáendur og alla sem dást að herstjórnar leijum. (A.T.H Aðeins leikurinn + aukadiskurinn [the clone campaigns] inniheldur það sem ég er að fjalla um, það er hægt að fá allann pakkann á hagstæðu verði í skífunni)