þetta er GAMLA pegasus brúin sem notuð var í ww2. Það er búið að reisa nýja brú en sú gamla er til sýnis.
Þetta er mynd af hinni frægu Remagen-brú eftir að bandamenn náðu henni, en það þótti vera kraftaverk að þjóðverjar væru ekii löngu búnir að sprengja hana, en þetta var eina brúin sem var eftir yfir Rín, síðustu náttúrulegu hindruninni áður enn bandamenn komust inn í Þýskaland. Þess má geta að foringinn sem var stjórnaði brúnni var skottinn eftir þetta
Þetta er hún Dora og hún er stærsta fallbyssa smíðuð hefur verið. Hlaupið var 80cm vítt og fallbyssan sjálf vóg 1.350 tonn, hún skaut 7.1 tonna sprengukúlum 38km. Það þurfti tvöfalda járnbrautarteina til þess að færa hana en það var ekki hægt að færa hana einum hluta svo að það þurfti að taka hana í sundur og setja hana saman í hvert skipti sem hún var færð. Að setja hana saman var 2000 manna verk sem tók 6 vikur. Hún var lítið notuð útaf því og það var aðeins skotið 48 sinnum úr henni.
Þetta var aðalskriðdreki Ítala í seinnar stríðinu og voru framleiddir um 800 eintök af honum. Hámarkshraðinn var um 32km/klst og hámarksbrynvörn um 42mm að framan. Hann var búinn fjögurra manna áhöfn og 47mm fallbyssu fasta í boddíinu á drekanum, var hann einnig búinn tveim 8mm vélbyssum þar af var önnur í turninum. 47mm byssan var bandamönnum hættuleg en drekinn var samt of lítið brynvarinn og of óáreiðanlegur tæknilega þegar á reyndi. Hann hætti til að verða að báli við jafnvel einungis vélbyssuhrinu óvinarins auk þess sem hann var mjög þröngur fyrir hina fjögura manna áhöfn sem oft á tíðum komust hvorki fram né til baka vegna bilanna, því var hann óvinsæll meðal húsbónda sinna en þrátt fyrir allt það, ekkert, sem bandamenn gætu annað en borið virðingu fyrir sökum hinar 47mm byssu og miklu hetjulegri framgöngu ítölsku skriðdrekamannanna, en hin almenna þjóðsaga gefur tilefni til að ætla!