Adolf Hitler

Adolf Hitler fæddist 20. april 1889 í landamærabænum Braunau í Austuríki og dó þann 30. april, 1945.

Sumir halda því fram að hann hafi ekki bara heitið Hitler, t.d héldu margir í Þýskalandi að hann héti Hitler, Hiedler eða Hüttler, en var samt aldrei kallaður annað en Adolf Hitler.

Hitler var úr millistétt, sonur efnaðs tollstarfsmans hann missti ungur föður sinn. Þegar hann varð 19 ára flutti hann til Vínar og mistókst að komast inn í listaskóla borgarinnar. Hann var rótlaus og beiskur og lagði hatur á yfirstéttina í Vín og þá séretaklega gyðinga sem þá réðu mestu í Vín.

Konan hans hét Eva Braun. Hún fæddist árið 1912 og hitti Hitler fyrst árið 1929 á ljósmyndastofu þar sem hún vann. Síðar varð hún ástkona hans. Þau giftu sig 29. apríl 1945 og frömdu sjálfsmorð daginn eftir. Eva Braun drakk eitur og dó tveimur mínútum á undan manni sínum.

Hitler var sjálfboðaliði í fyrri heimstytjöldinni og komst það í kynni við félagsanda, samheldni og baráttu þrungdna spennu og tilgangi.

Árið 1921 náði Hitler foringjastöðu í þýska verkamannaflokknum vegna áróðurshæfileika sinna. Þetta var upphafið af nasismanum. Hitler fékk alræðisvald í flokknum og gat rekið úr honum þá sem hann vildi. Nasistar reyndu að ná völdum með valdaráni í München 1923 en það mistókst og var Hitler dæmdur í fimm ára fangelsi en var náðaður í árslok 1924.

Eftir kosningarnar 1933 tók stjórn nasista við í Þýskalandi og var Hitler þá orðinn ráðherra. Í kosningun 5. mars 1933 náðu nasistar ekki meirihluta eins og þeir höfðu vonað en Hitler fékk þingið til að samþykkja lög sem veittu ríkistjórninni heimild til aðgerða upp á sitt eimsdæmi. Þetta færði Hitler í raun alræðisvald.
Hitler náði endanlegum sigri þegar hann bannaði stofnun stjórnmálaflokka og var nasistaflokkurinn þá eini flokkurinn í Þýskalandi.

Hitler lét taka af lífi alla andstæðinga sína. Hann tók sér titilinn foringi og ríkiskanslari. Hitler átti sér draum um að sameina alla Þjóðverja í eitt ríki og með það leiðarljósi hóf hann seinni heimsstyrjöldina með innrás í Pólland þann 1. september 1939. Þegar Hitler sá að hann og fylgismenn hans hefðu tapað styrjöldinni svipti hann sig lífi þann 30. apríl 1945 í Berlín.