Sæl/ir kæru hugarar :)

Nú þar sem ég hef verið einhleypur í næstum tvö ár og lítið hefur gengið að kynnast góðri stelpu þá langar mig að spyrja ykkur, hvar eru þið að kynnast maka ykkar? :)

Og hvar eiga einhleypir að skoða sig um helst? Ég hef farið á “djammið” og það virðist ekki vera ganga neitt sérstaklega vel, enda kannski lítið hægt að kynnast fólki almennilega í öllum látunum og í áfengisvímunni:)
Ég hef reyndar ekki stundað einkamálavefi, hef heyrt frekar leiðinlegar sögur af svoleiðis kynnum og því ekki viljað.

Það eru kannski margir sem kynnast í framhaldsskólum/háskólum, en nú er ég búinn að ljúka námi og vinn bara mína vinnu daglega. Það er kannski bara málið að skella sér aftur í skóla :)

Ég tel mig nú vera ágætlega myndarlegur og skemmtilegur, hef verið í tveimur góðum samböndum en eitthvern veginn með aldrinum verður alltaf erfiðara og erfiðara að kynnast nýju fólki :P

Það væri gaman að heyra frá ykkur.
(Sérstaklega gaman að heyra hvar þið einhleypu stelpur eru:)