Okay, ég ætla að fá að tjá mig aðeins hérna.

Okay, ég er 16 ára og verð 17 núna á þessu ári. Og þetta hljómar kanski asnalega en..

Sko ég er bara svona venjuleg stelpa, dökkhærð, brún augu, svona venjulega vaxin, ekki feit og ekki mjög grönn. Hef bara minn eigin fatastíl og hlusta á tónlist sem mér finst góð (mest pönk) en samt eiginlega allt líka.

Og ég þoli ekki hvernig fólk lítur á mig, sumir kalla mig emo því ég hlusta á pönk og þannig, en er engan veginn emo lookin' en það sem ég hata mes er hvernig strákar sjá mig.

Hvert sem ég fer er ég alltaf, aaalltaf stelpan með stóru brjóstin sem strákar vilja bara fara heim með og ekkert meira. (Já ég er með frekar stór brjóst)

Ég þoli það ekki, mig langar einhverntíman að strákur sjá mig sem eitthvað annað en bootycall! Mig langar einu sinni að það sé strákur sem þyki vænt um mig og hugsar ekki bara um kynlíf, heldur vilji kúra og bara hanga og hafa gaman.

Flestar vinkonur mínar eru á föstu og alltaf að segja hvað kallinn þeirra er mikið krútt og æðislegur.. og blaargh >.<
Og svo ef hann lætur eins og asni þá koma þær einnig til mín og tala, ég hlusta og hjálpa þeim með það.
Er svona eins og sálfræðingurinn í mínum vinahóp, og ekkert að því!

En hvenar fæ ég að fara til þeirra að segja hvað einhver sé yndislegur eða ömurlegur? ;/

—-
Engin skíta komment takk, og nafnlaust helst.
þurfti bara að losa þetta út