Ok, ok.

Þú hringir í kærastann þinn en hann hefur engan tíma til að spjalla við þig svo þið kveðjist. Þú hringir rúmum 2 tímum eftir það til að athuga hvort hann hafi tíma til að tala og komist að því að hann hafði tíma til að tala, en hringdi samt ekki. Þó svo að hann hafi vitað að þú hafir ætlað að spjalla við hann áðan, þegar hann gat það ekki. Hann tekur það líka fram (óbeint) að hann hafi ekki ætlað að hringja því hann ætlaði að gera eitt annað. (En hann hafði samt sem áður vel getað hringt áður en hann byrjaði á því.)

Spurjist þið fyrir afhverju hann hringdi ekki, veriðið jafnvel móðgaðar, eða er ykkur alveg sama?

En bara svona til að hafa það á hreinu, þá er ég ekki móðguð því þetta kom fyrir einu sinni, fullt af svona atriðum hafa komið fyrir áður sem pirra mig. Langaði bara að fá ykkar skoðun á þessu, stelpur sem strákar.

Bætt við 3. desember 2008 - 19:01
Haha æi vá það eru allir að misskilja.
Ég er ekkert hringjandi 8x á dag. Hringjumst alveg á nokkrum sinnum á dag, bara til að tala um ekki neitt.. við gerum það bæði.