Ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja, en mér finnst ég verða að koma þessu frá mér. Ég og kærastinn minn erum búin að vera saman í nokkra mánuði og ég verð að segja að við erum yfir okkur ástfangin. Mér þykir svo rosalega vænt um hann og ég sé varla fyrir mér lífið án hans, hann er frábær.

Við kynntumst í MA, ég er busi en hann böðull, og þar að auki böðullinn minn (muhaha..)En ég og hann náðum svona rosalega vel saman og við elskum hvort annað alveg ótrúlega mikið. Málið er að hann er böðull og það þýðir auðvitað það að hann er að útskrifast núna í vor. Þar sem við erum bæði á Akureyri og hann fer ekki í háskóla hérna, hann ætlar að reyna að fara í kvikmyndaskóla til Danmerkur eða Reykjavíkur, veit ég ekki hvert sambandið liggur. Ég er farin að hugsa rosalega mikið um það að ég fái bara þessa nokkra mánuði með honum, en svo er tíminn bara búinn þegar hann fer.

Ég er bara ekki manneskjan í “long-distance relationship” (afsakið, ég bara man ekki íslenska orðið ^^) og ég veit ekkert hvað ég á að gera. Við hættum örugglega saman þá, en ég elska hann svo mikið að ég get ekki hætt að hugsa um það að hann sé að fara, og get varla notið sambandsins lengur. Alveg fáránlegt.

Ég veit eiginlega ekki afhverju ég er að skrifa þetta hérna, en mér bara fannst ég þurfa að koma þessu frá mér. Skiljanlegt ef þið getið ekki hjálpað mér neitt, en ég veit heldur ekki hvað ég er að biðja um… Eníveis, ef þið eigið einhver ráð eða bara eitthvað (ekki skítkast þó) endilega, tjáið ykkur.
- Takk fyrir að lesa vælið mitt ^^

Bætt við 6. janúar 2007 - 17:42
Ég veit ég var helvíti lengi að svara ykkur :$.
Ég er ekki viss hvort ég flytji með honum eða hvað, en við erum byrjuð að tala svoltið um þetta. Ég verð samt bara 16 í febrúar og ég veit ekki hvort ég sé undirbúin því að flytja að heiman strax.

Takk fyrir hjálpina öll :)