Jæja, eftir að hafa skoðað gamla pósta sem tengjast “hössli” og “pikköplínum” hef ég ákveðið að koma með mín tvö sent á þessu máli ;) Bendi á það að ég kem ekki með neinar alhæfingar í þessum kork, þetta eru einungis mínar skoðanir.

Það sem er kallað hössl (eða hözzl af sumum) finnst mér vera hálfkjánalegt. Sjálfsagt er hægt að vera misgrófur í því, hægt að vera hreint út sagt móðgandi, en einnig er hægt að koma með létt hrós, þó það geti verið erfitt að sjá línuna á milli, hehe. Það sem ég sé þegar talað er um hössl er að ein persóna kemur að annarri persónu sem hann/hún þekkir ekkert og byrjar að tala við hana. Hér kem ég með smá spurningu, hvað er hægt að tala um við persónu sem maður þekkir ekki neitt? Veðrið? Varla.

Svo er það með pikköplínurnar, það finnst mér vera grundvöllurinn að “one night stand”, og alls ekki að einhverju sambandi eða vináttu. Ég sé það sem lélegt version af hössli. Af því sem ég fann í gömlum póstum á Huga finnst fólki pikkköplínur almennt vera kjánalegar, og í sumum tilfellum alveg sprenghlægilegar :þ

Og í endann ætla ég að varpa fram einni spurningu sem tengist þessu, hvernig vilduð þið (bæði strákar og stelpur) að einhver sem er hrifinn af ykkur myndi kynnast ykkur?

Takk.