..ég var að pæla, ég var að lesa gömul umræðuefni um músíktilraunir og þá var verið að bera saman Inga í Andlát, Einar í Noise og Ragnar í Halim.

Það sem ég er nefnilega að leita að í gítarleikara er tilfinning, eitthvað sem “snertir mig”, frumleg einkenni ofl. Og því verð ég að segja að þó að Ingi sé kannski ekki að spila “sóló-tónlistina” þá hefur hann engin áhrif á mig!!

ég er með lítinn lista af gítarleikurum sem mér finnst vera geðveikir (ekki í neinni sérstakri röð):

Billy Corgan (Smashing Pumpkins) bara geðveikur!! Nær alveg geðveikum gítarsándum. Hlustið á sólóið í Soma, flottar teygjur og stundum alveg á barmi feedbacks og bara virkilega flott!!!

David Gilmour (Pink Floyd) algjör blús og rokk, mér finnst hann vera mikill frumkvöðull (tengir gítarinn sinn í bassaformagnara fyrir þetta clean sound) góð sóló: Shine on you crazy diamond part 1, Echoes, Comfortably numb.

Jerry Cantrell (Alice in Chains) líka undir miklum blús áhrifum, hlustið á plötuna Jar of Flies og svarið endilega ef þið eruð ósammála!

Jimi Hendrix, þarf ég að skýra??!!!

Kurt Cobain (Nirvana), grunge meistarinn!! Það var hann sem fékk mig til að taka upp gítar….

Brian Molko (Placebo), ég get ekki lýst honum, hlustið á fyrstu plötu Placebo, það er ekki hægt að pikka lögin upp!! í skrítnum tuningum, hann spilar ekki sóló en nær gítársándum sem valda mér miklum innblástri (Fender-Jaguar)

Bara svona pæling!! Leitið þið að hröðum, taktföstum gítarleikara í metal hljómsveit sem er einfaldlega ekki hægt að dissa því “þeir eru svo þéttir” eða leitið þið að því sem ég fíla?? ég tel marga íslenska gítarleikara vera að reyna að gera eitthvað flott með gítarleik sínum og marga ekki…

(afsaka ýmist rugl og stafsetningavillur, ég er að drekka!!)