uppáhalds-hljómsveitirnar mínar Sælir Hugarar

Ég hef aldrei skrifað grein á þetta áhugamál áður en ég hef frekar gaman af því þannig að ég ákvað að setja saman grein um uppáhalds-hljómsveitirnar mínar og senda hingað inn.

Jethro Tull
Ég kynntist þessari hljómsveit fyrst þegar ég var 11 ára en þá fékk ég “best of” disk með henni í jólagjöf. Eitthvað var ég nú ekki að fíla þetta þá því lögin voru öll svo löng. Þegar ég byrjaði í 9. bekknum fann ég diskinn einhvers staðar í skúffu og þá hafði ég heyrt lagið Living in the Past og fannst það rosa gott þannig að ég ákvað að hlusta á diskinn. Síðan hef ég (í bókstaflegri merkingu) spilað hann í tætlur (er meira’segja að hlusta á hann meðan ég skrifa þetta ;) ).

Ég er ekki með sögu hljómsveitarinnar alveg á hreinu en þetta er það sem ég veit: Nafn hljómsveitarinnar er dregið af breskum búfræðingi sem var uppi á 18. öld.
Hún var stofnuð árið 1968 af Ian Anderson þverflautu-leikara og söngvara, Mick Abrahams gítarista, Glenn Cornick bassaleikara og Clive Bunker trommuleikara og var þá það sem er oftast kallað “prog-rock”- band en þeir hafa líka stigið í margar aðrar tónlistarstefnur enda mjög fjölhæf hljómsveit.
Það hefur verið alveg rosalega mikil mannabreyting á sveitinni og ég veit ekki nákvæmlega hver staðan er núna nema að Ian Anderson er enn í hljómsvetinni enda aðal-maðurinn.

Jethro Tull naut rosalegra vinsælda á áttunda áratugnum og þótti ein af bestu rokk-hljómsveitum sögunnar . Hljómsveitin hætti aldrei formlega þó hún hafi stundum dregið sig í hlé, nýjasta platan sem ég hef heyrt með henni (hafa örugglega gefið út einhverjar aðrar plötur síðan) er jólaplata sem er reyndar ekki svo ný því hún kom einhvern tíman út á síðasta áratug nýliðinnar aldar…..held ég. Sú plata var hinsvegar gríðarlega skemmtileg en sú plata sem ég held mest upp á með Jethro Tull er Broadsword and the Beast sem er algert æði.

Lög sem ég held mikið upp á með Jethro Tull eru:
Dharma for One
Acres wild
Locomotive Breath
Wind up
Budapest
Beastie
Still Loving You Tonight
Rare and Precious Chain
Quizz Kid
The Whistler
War Child (platan War Child er líka rosa góð)

Yes
Hljómsveitin Yes er líka svona Prog-rock band og alveg feikilega góð. Ég fékk tónleikaplötu með henni í fermingargjöf frá kennara sem ég hafði verið í auka-tímum hjá lítið vissi ég nú að hann spökuleraði eitthvað í músík en ég hlustaði á plötuna engu að síður og fannst hún ofboðslega skemmtileg . Ég fór fljótlega að reyna að sanka að mér öllu því efni sem ég gat mögulega fundið með hljómsvetinni og núna er hún ein af mínum uppáhaldshljómsveitum.

Yes var stofnuð 1968 eins og Jethro Tull (coincidence ?) af Jon Anderson (næstum því borið fram eins og Ian Anderson, coincidence ?!?) söngvara, Cris Squire bassaleikara, Tony Kaye hljómborðsleikara, Peter Banks gítarista og Bill Bruford trommuleikara. Þeir gerðu plöturnar Yes og Time and a Word saman áður en Tony Kaye og Peter Banks hættu og Steve Howe tók við á gítarnum og snillingurinn Rick Wakeman fór á hljómborðið. Þá komu út plöturnar The Yes Album og Fragile og augljóst var að mikil þróun hafði átt sér stað því þar sem tvær fyrri plöturnar voru meira í ætt við hinar mjúkustu hliðar Bítlana og þess háttar hljómsveita voru þeir með viðbót Howe og Wakeman farnir meira út í átt að Led Zeppelin eða Genesis.

Þegar leið á ferilin færðu þeir sig úr hinum hefðbundnu 5-10 mínútna prog-rock-lögum og í áttina að semja hefðbundin tónverk þ.á.m meistaraverkið Close to the edge sem var fjögurra kafla svíta. Á því tímabili finnst mér þeir ekki lengur vera popp eða rokk hljómsveit heldur er tónlistin bara að jafnast á við gamla klassíska tónlist.
Í byrjun níunda áratugarins fóru þeir niður á jörðina aftur og sömdu miklu jarðbundari músík og gerðu plötuna 90125 (minnir að hún hafi heitið það) hún var að vísu ekki eins góð og fyrri plötur þeirra en skemmtileg engu að síður.

Ég held mest upp á tónverkin þeirra eins og Close to the Edge og Tales from Totographic Oceans en af venjulegum jarðbundnum plötum er ég mjög hrifinn af tveimur nýjustu plötum þeirra The Ladder og Magnification sem eru alveg æðislegar.

Lög sem ég held mikið upp á með Yes eru:
Mood For a Day
Satrship Trooper
Close to the Edge
Homeworld (The Ladder)
Long Distance Runaround
Don’t Go
Magnifcation
Gates of Delerium
Bjössi á Mjólkurbílnum
Owner of a lonely Heart
Roundabout
And You And I
In the Prescence of
I’ve seen all good People


Sigur-rós
Sigur-rós varð til þess að ég fékk svona mikinn áhuga á tónlist og var fyrsta hljómsveitin sem var með svo góð lög að ég gleymdi því hvað þau voru löng (þegar ég var lítill var ég svo óþolinmóður að ég gat ekki borið það að hlusta lög lengri en 4 mínútur eða svo).
Ég þarf nú eiginlega ekkert að fara að rekja sögu Sigur-rósar því að það þekkja hana nú flestir núorðið en mig langar að benda á þá skemmtilega ómerkilegu staðreynd að systir söngvarans (minnir mig að það hafi verið söngvarinn) er jafn gömul og yngsta systir mín úúúúúú.
Mér finnst tónlist Sigur-rósar vera eitt það besta sem er í gangi í íslenskri tónlist í dag (fyrir utan Á móti sól að sjálfsögðu :)) og mér leiðast þeir sem væla stöðugt yfir því að Sigur-rós sé hrylileg hljómsveit og öll lögin séu of löng og róleg, þeir ættu nú bara að andskotast til að virða þá staðreynd að fólk hefur mismunandi smekk á hlutunum og hananú.

Með Sigur-rós held ég mest upp á:
Ágætis byrjun
( )
öll lögin á þessum tveimur plötum finnast mér góð ég hef ekki enn heyrt nema titil-lagið og lagabúta af Von, og svo er ég ekki búinn að heyra nýjustu plötu þeirra Ba ba ti ki do

The Shadows
Skuggarnir eru ein langlífasta rokk-hljómsveit sögunnar, hún var stofnuð 1958 og ég er að fara á tónleika með henni í Kaplakrika þann 4. maí 2005, það verður rosa gaman.
En 1958-2005 er ofboðslega langur ferill verð ég nú að segja, það slær meira að segja út Rolling Stones, Beach Boys og allar hinar hljómsveitirnar.
Ég kynntist Shadows í gegnum gítarnám en kennarinn minn hélt mikið upp á aðal-gítaristann í þessari hljómsveit. Hann hét (og heitir enn) Hank Marvin og er minn uppáhalds-gítarleikari enda alger snillingur.
Mér finnst Hank Marvin ná því sem fáir aðrir gítaristar ná en það er að ná svona syngjandi og alveg óstjórnlega fallegum tón úr gítarnum. Þegar ég heyrði cover-ið þeirra af God only knows með Beach Boys vissi ég ekki að lagið væri spilað á gítar fyrr en það var komið að endanum að laginu . Til að skilja hvað ég er að meina mæli ég með að þú náir þér í það og hlustar.

Skuggarnir voru stofnaðir 1958 af Jet Harris bassaleikara, gítaristunum Bruce Welch og fyrrnefndum Hank Marvin og trommuleikaranum Tony Meehan. Jet var leiðtogi hljómsveitarinnar þangað til hann hætti skyndilega (ég er ekki með á hreinu hvenær og afhverju) en hann setti saman hljómsveitina fyrst undir nafninu The Drifters og var undirspils-hljómsveitin hans Cliff Richards en nafninu var breytt í The Shadows af kaldhæðnislegum ástæðum því þeir stóðu alltaf í skugganum af Cliff. Þeir fengu loksins að gera sína eigin plötu án þess að hafa þennan Cliff með sér og hét sú plata einfaldlega ,,The Shadows”.
Næstum því öll lögin með Shadows eru “instrumental” þ.e.a.s ekkert sungið sem sumum þykir kannski leiðinlegt en mér er alveg sama því lögin eru svo flott og skemmtileg, þessi sungnu eru ekkert rosalega góð sum eru mjög flott en svo eru önnur sem eru alger hörmung.

Ég held mest upp á:
Man of Mistery
Wonderful Land
Shazam
Dance On
36-24-36
Nivram
Shadoo-iggie
F.B.I
Geronimo
Shindig
Theme for young lovers
Mary Anne
Apache
Cavatina (þemalagið úr Deer Hunter myndinni)
Lost City

Bítlarnir
Þarf hvorki að nefna neina sérstaka ástæðu fyrir því að ég held mikið upp á Bítlana né að rekja feril hennar því flestir þekkja þá sögu.
En hinsvegar vil ég koma því á framfæri að mér finnst að það ætti að safna undriskriftum og gera undirskrifta-lista sem berst fyrir því að Pete Best hefji sóló-feril (var trommuleikarinn áður en Ringo kom í hljómsveitina ef þú vissir það ekki) pælið í því hvað það væri gaman.

Með bítlunum held ég mest upp á

Sexy Sadie (að mínu mati flottasta lag bítlanna)
Og bara öll White album platan
Things we said Today
Drive my car
Rain
For No one
Öll Sgt. Peppers platan
I am the Walrus
Öll Abbey Road platan, gríðarlega skemmtileg plata sérstaklega lagið I want you
Dig a pony
I Me Mine
Across the Universe
Watching the Wheels

Þetta eru svona þær hljómsveitir sem ég held mest upp á og hlusta mest á en ég held líka mikið upp á The Kinks, The Clash (CLAMPDOWN ER GEIÐVEIKT LAG), Deep Purple, Metallica, Pink Floyd, The Dubliners, The Doors, Pixies, Bob Dylan, Simon og Garfunkel, Trúbrot (gömul íslensk hippa-hljómsveit), Donovan, Cream, Who, Rammstein og margar fleiri

Kveðja halli