Foo Fighters í Höllinni!!! Mætti þarna um hálf sjö og fór í þessa æðislega löngu röð. Það var bara rosaleg stemning og allir voru svo spenntir og í góðum fíling. Manni var gefið smokk og svona (safety on) og loksins var opnað. Ég gleymdi mér alveg og dreif mig bara eins nálægt sviðinu og ég gat. Ætlaði að kaupa mér bol en það svona… gleymdist. Enda ástæða til!

Þegar Vínyll voru að spila þá troddi ég mér framar og framar og þegar My Morning Jacket voru að spila þá var ég alveg fremst! Það var bara geðveikt!!! Það voru stundir þar sem maður hætti bara að hoppa og skoppa og stóð og starði á bandið, ég vissi að ég myndi ekki endast lengi fremst þannig ég reyndi að horfa á allt, sjá allt og ekki missa af neinu!

Svo reyndar var þrýstingurinn svo mikill að ég lét draga mig upp eftir svona 10-15 mínútur, mig svimaði alveg ægilega og var eiginlega bara borin baksviðs þar sem mér var gefið vatn og svoleiðis. En þá var klukkan eitthvað aðeins yfir níu. Ég dreif mig stuttu seinna aftur á völlinn og ætlaði að reyna komast fremst aftur. Ég sá einhverja gaura vera troðast þannig ég bara elti þá og voila! Ég var aftur komin fremst! (Eftir svolítið mikla áreynslu en samt!) Svo einhvern veginn var mér bara ýtt með fólkinu alveg til baka og ég fór aðeins í göngutúr í kringum sviðið. En nú voru Foo Fighters að fara koma á sviðið og ég hugsaði, ég verð bara að komast fremst og sjá þetta! En aftur, eftir reyndar svona 5-6 lög þá komst ég fremst, reyndar var einn gaur fyrir framan mig en ég sá allt settið og bandið og það var bara ótrúlegt!!! Þá naut maður sko tónleikanna!

En þrýstingurinn var alveg gífurlegur þannig að það þurfti að draga mig aftur upp og ég gekk þarna og var svo nálægt, ég hefði getað hoppað upp á svið og faðmað Dave Grohl! En ég hélt nú í mér og gekk útaf, og stóð vinstra megin við sviðið, alveg við hátalarana! Hehe! Þá var nú það brjálæðasta búið, en þegar maður var að reyna komast fremst þá þurfti maður stundum að hafa kjaft en flestir voru bara voða léttir og brostu eða öskruðu, það voru allir í stuði! Svo var alveg ótrúlega margir sem spurðu mig hvort ekki væri allt í lagi, þótt að ég sé lítil og var að kremjast þá er ég enginn aumingi! Hehe! En ég borgaði miðann minn eins og aðrir þannig ég átti rétt á því að komast fremst eins og aðrir!

Hvað get ég sagt? Þetta voru rosalegir tónleikar. Aldrei hefði ég get ímyndað mér að það yrði svona gaman. Hugsunin og tilfinningin að vera komin þangað eftir alla þessa bið var ólýsanleg.

Bestu lögin að mínu mati voru Break Out, Stacket Actors, Times Like These, Tired, My Hero og Low. En það má kannski líka bæta við að stundum heyrði maður ekkert nema læti því maður var að reyna svo mikið að komast fremst og var alveg í kremju þá gleymdi maður alveg að hlusta og hugsaði um hvað manni leið illa! Hehe!

Foo Fighters voru alveg einstaklega góðir og skemmtilegt hvernig þeir lengdu lögin og gerðu þetta af tilfinningu! My Morning Jacket stóðu líka fyrir sínu.

Þegar búið var að klappa þá upp og allt örugglega búið þá fór ég heim, eftir að missa raddböndin og eignast skemmtilega marbletti um allan líkamann. Glöð, ánægð og öll orð sem lýsa hamingju! Jaa… fyrir utan það hve maður var þreyttur!

Ahh… rosalegt stuð var þetta!!!

Og smá spurningar að lokum, hvað fannst ykkur og var einhver sem greip neglur eða kjuða? :)

Takk fyrir mig.