Ég var á mínum daglega rúnti yfir uppáhalds síðurnar mínar og rekst á ansi gleðilega frétt á NME.com (af öllum..).

Richard James er að fara að senda frá sér breiðskífu, tvöfalda (ef marka má fréttina). Platan mun heita ‘DRUKQS’ og er hún, að sögn fullunnin.

Þetta verður fyrsta breiðskífa karlsins frá árinu 1996, þegar RDJ album kom út (come to daddy var náttúrulega ‘bara’ ep).

Talsmaður tvíburans sagði að platan væri mjög fjölbreytt, að hún hefði element frá hinum diskunum, ásamt því að hann væri að grúska svolítið í klassískum píanóum.

Talið er að diskurinn muni líta dagsins ljós í október (ekkert staðfest samt).

Pff…hættur hvað ;)