Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Alvöru átak í umferðaröryggi!

í Bílar fyrir 22 árum
Ég er mjög sammála þessu. Það þarf að auka öryggið í umferðinni mjög mikið. Ég er með meirapróf og ég þarf að endurnýja skirteinið mitt á 10 ára fresti, með læknisvottorði, mynd og tilheyrandi. Margir sem eru komnir með 10 ára reynslu í akstri verða oft mjög værukærir og eiga á hættu á að gera mistök. Svo er umferðin sífellt að breytast frá ári til árs. Það þarf ekki annað en að lifa utan Reykjavíkur í 1 ár og þá verður maður fyrir áfalli af breytingum og ýmsu öðru. Mér myndi finnast það...

Re: Merkjasnobb og fleira.

í Bílar fyrir 22 árum, 1 mánuði
Já, hann er frekar gamall greyið, síðan 1990 og hefur reynst alveg ágætur síðan þá, að vísu hefur hann ekkert verið að bila neitt mikið núna upp á síðkastið og auk þess byrjaði hann ekkert að bila fyrr hann komst á þetta bilanaskeið. En ég verð að játa eitt með þessa bíla að það er dýrt að láta gera við þá þar sem þeir eru svo sérstaklega hannaðir. Ég fylgdist með því þegar verið var að skipta um alternator í bílnum mínum og þuftu að losa vélina af púðunum, taka dekkið af og lyfta vélinni...

Re: Merkjasnobb og fleira.

í Bílar fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ég á gamlan Renault, og mín skoðun á honum er ekki merkileg. Ég ætla aldrei að kaupa mér franskan bíl aftur vegna þeirrar ótrúlegu sérstöðu sem þessir bílar hafa. Það er eins og þeir VERÐI að vera öðruvísi en aðrir. En allaveganna hef ég bruðlað nokkrum þúsundköllunum í viðgerðir á þeim bíl sem er svo sem ekkert skrítið, en viðgerðirnar kosta sinn skildinginn akkúrat vegna þessarar ótrúlegu sérstöku hönnun. Ég lét skipta um kúplingu í honum, og það kostaði mig um 20.000 krónur hjá...

Re: Eru góðir kortagerðamenn grafnir þarna úti?

í Unreal fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Það er ekkert mál að gera kringluna eða smáralind. Það er rosaleg vinna, ég er alveg til í að gera það. Ég get gert hús, veggi sem hægt er að skjóta á, glugga sem hægt er að skjóta á. Kringlan væri frábær með fullt af gluggum sem hægt væri að skjóta, og ég vopnaður minigun. :))))))))))

Re: Eru góðir kortagerðamenn grafnir þarna úti?

í Unreal fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Það er bara alls ekki slæm hugmynd!!!!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok