Sæl verið þið öllsömul UT og Unreal aðdáendur!! Það er nokkuð síðan að ég byrjaði að leika mér í Unreal og UT þannig að ég kannast nokkurn veginn við þetta allt saman en það sem mig hefur alltaf langað að gera í sambandi við þessa leiki er að geta hannað mín eigin borð (maps) sjálfur. Alveg síðan ég startaði þessu furðulega forriti sem fylgir með leiknum (unrealED) að þá hef ég ekki látið það í friði. Mér finnst gaman að spila leikinn, en ennþá skemmtilegra að hanna mín eigin kort sjálfur. Hver kannast ekki við það að spila UT og er búinn að kanna allt þarna úti, en er samt ekki ánægður. Ég veit að þið eruð stútfull af hugmyndum um það hvernig eigi að gera gott borð að veruleika en kunnið ekki að koma því yfir á stafrænt form. Það situr bara uppi í hausnum og verður þar bara endalaust. Mig langar að forvitnast hvort það eru einhverjir góðir kortagerðamenn þarna úti hér á íslandi, sem kunnið eitthvað fyrir ykkur í UnrealEd eða UnrealED v.2 . Ef svo er að þá væri ég til í að komast í samband við ykkur og skiptast á upplýsingum. Það er rosalega mikið sem ég kann í UnrealED en samt kann ég ekki allt og meiripartinn hef ég fengið að vita og þurft að komast að á netinu. Mig langar einnig að búa til Íslenska kennslusíðu um hvernig eigi að gera sín eigin borð í UT. Ég veit að 80% íslendinga kunna mikið í ensku og geta bjargað sér, en það eru líka nokkrir þarna úti sem vita ekki neitt um tæknilegar upplýsingar og það er aldrei að vita að það sé hægt að hjálpa þeim að koma sínum hugmyndum í framkvæmd. Endilega látið skoðun ykkar í ljós og ef þið kunnið að gera borð, en haldið að þið séuð einir á íslandi að þá endilega látið mig vita. Það er aldrei að vita að upp úr þessu öllu saman komi gott kort sérhannað fyrir íslenskar aðstæður. Hver hefur ekki hugsað sér Assault borð þar sem á að sprengja öskjuhlíðina í tætlur. :) Eða eins og ég var einu sinni beðinn um að hann borð í Quake 2 og það átti að vera Iðnskólinn í Reykjavík og Hallgrímskirkja. Það er ágætis hugmynd að CTF borði ef það er að skipta. En þetta er orðið nóg í bili. Skjáumst.

Zechron