Það er kannski skiljanlegt að Sigur Rós sé oft skrifað Sigurrós út af kvenmannsnafninu. En það er alveg rétt að það er heimskulegt að segja að Sigur Rós sé léleg hljómsveit þegar maður hefur ekki heyrt almennilega í þeim. Þetta er einmitt þannig tónlist, hún er tormelt, þannig að maður þarf að gefa sér tíma í hana til þess að eiga möguleika á því að átta sig á henni. Alls ekki útvarpstónlist. Held að fólk átti sig ekki á því að sum tónlist sé þannig, sérstaklega ungt fólk sem þekkir fátt...