Ég heyrði nýja lagið með Erpi, Feilnóta, fyrir þónokkru. Og það fyrsta sem ég heyrði var að þetta var tónlistin úr aðallagið í Assault on Precinct 13 sem var leikstýrð af John Carpenter sem einnig gerði tónlistina við þá mynd. Mér finnst þetta lag allt í lagi, ja, sérstaklega þar sem mér finnst lagið frá myndinni vera gott og ég nældi mér nýlega myndina á DVD. En það er önnur saga. Ég er bara að pæla hvort fólk viti þetta, að þetta er eitthvað eldgamalt sem hann er að nota í lagið sitt, frá...