Ég heyrði nýja lagið með Erpi, Feilnóta, fyrir þónokkru. Og það fyrsta sem ég heyrði var að þetta var tónlistin úr aðallagið í Assault on Precinct 13 sem var leikstýrð af John Carpenter sem einnig gerði tónlistina við þá mynd. Mér finnst þetta lag allt í lagi, ja, sérstaklega þar sem mér finnst lagið frá myndinni vera gott og ég nældi mér nýlega myndina á DVD. En það er önnur saga. Ég er bara að pæla hvort fólk viti þetta, að þetta er eitthvað eldgamalt sem hann er að nota í lagið sitt, frá 1975-6. Ætli Carpenter viti af þessu, örugglega ekki, væri honum sama? Meðan ég man, þá er myndbandið við lagið frekar slappt, meikar ekki sens. En samt sniðugt að sjá nokkur klón af Erp, eitthvað sem maður sér ekki daglega.

Þetta eru bara hugsanir mínar gagnvart þessu lagi.

Væri gaman að heyra hvað ykkur finnst um þetta lag eða eitthvað.
Abstract expressionism is so mid-to-late eighties.