Stóru eyðimerkur-rokkararnir í Brain Police gáfu út sína aðra breiðskífu nú á dögunum og jafnframt fyrstu breiðskífuna þar sem Jenni, fyrrverandi söngvari akureyrsku sveitarinnar ToyMachine, syngur undir nafni Brain Police. En það er einmitt þessi kraftmikla rödd hans Jenna sem fullkomnar þessa vel samstilltu sveit, Brain Police á þessari frábæru samnefndu plötu. Hrá gítarriff frá Gulla og hávær og hraður bassasláttur frá Hödda koma vel saman í trommuleik Jómba sem er svo hreinn og flottur...