
Platan er mjög góð, hún er þétt, þung en samt mellódísk í alla staði. Hún byrjar á kraftmiklu intro-i sem er síðan vel fylgt eftir með þungum lögum og ber þar hæst að nefna, Rocket Fuel, Dust Volver og Johnny Babas. Ég mæli svo eindregið með lagi númer 10 á plötunni, en það er lag sem þeir taka aldrei á tónleikum, allavegana ekki ennþá. Lagið sem ég lofa svona mikið heitir The Journey is the Destination og er 7mín og 37sek, ég ætla nú ekkert að blaðra meira um það, en klárlega eitt af bestu lögum ársins. ATH! það bara sjálf.
Útvarpssmelllir drengjanna af EP plötunni Master Brain eru síðan tvö síðustu lögin á plötunni eða Taste the Flower og Jacuzzi Suzy. Endilega tjekkið á þessari snilldar plötu, ef þið eruð ekki þegar búin að því.
Einkunn: (8/10)
Þangað til næst… hagið ykkur vel!!