Hér höfum við bók, er kölluð er Biblían. Við lesum bókina. Bókin byggist á því að ef þú gerir þetta hérna ekki ferðu til helvítis. Bókin er mjög ströng. Mjög. Við lesum partinn um hvernig heimurinn varð til í bókinni - við vitum að hann er vitlaus. Við lesum allskonar kafla úr bókinni og við, vísindakynslóðin, mótmælum öllum þessum yfirnáttúrulegu gjörningum. Við sjáum bók fulla af lygum. Eigum við að lifa eftir henni? Eigum við að hlýða henni? Eigum við að trúa henni? Ég segi nei.