Ef við hefðum ekki tilfinningar værum við öll hræðilega siðblind,að mínu mat allavegana… Þótt að mér sé ekki alltaf mjög vel við allar tilfinningar þá hjálpa þær manni að komast áfram í lífinu….
Við ættum tildæmis ekki marga vini ef við hefðum ekki tilfinningar eða bærum ekki virðingu fyrir þeirra tilfinningum…Ef mæður hefðu ekki þessa móðurtilfinningu hvernig væri heimurinn… Við værum ekki svona þróuð eins og við erum núna í dag, værum við eitthvað betri en aparnir eða naggrísir sem éta sína eigin unga (þótt foreldrarnir geri það til að vernda afkvæmið) Því að oft langar okkur að gera eitthvað eða segja eitthvað en gerum það ekki því að það er einhver tilfinning sem segir okkur að við skyldum frekar láta það ógert…
Þessi tilfinning getur hjálpað manni mjög…
ímyndaðu þér líf án tilfinninga… Við værum bara gangandi tóm í rauninni… líkaminn innan tómur…
En ef við vissum öll svörin við þessum spurningum væri þá eitthvað gaman að lifa? Kanski er enginn “tilgangur” Mannveran hefur þá þrá að halda að það sé einhver tilgangur meiri þýðing í lífinu… Ég held að margir séu hræddir við þá hugsun að það sé ekkert meira en þetta… það sem við upplifum hér og nú… Við lifum og deyjum…
Auðvitað er gott að hafa eitthvað sem bakhjarl og hefur mannveran gert það frá örævi alda…
Forfeður okkar tilbáðu guði og gyðjur og alskonar fyrirbrigði… Þannig að þetta er manninum ekkert nýtt.. Að leita að æðri tilgangi, það er einnig einhverskonar huggun í því að vita af þessu æðra..
Hvort það sé fjölskyldumeðlimur að deyja eða eitthvað slæmt gerist, þá er gott að vita að persónan er komin á betri stað eða að allir atburðir hafi tilgang…