Ég var á gangi. Horfði á stjörnurnar á heiðum himninum. Ég vildi að ég væri stjarna. Allt væri svo einfalt. Ég hafði verið á gangi í einhvern tíma. En ég hafði ástæðu. Lífið var flókið í augnablikinu. Af hverju þurfti hann að ljúga að mér. Og að henni, auðvitað. Hann laug að öllum. Það var sama sagan, þau sögðust vera vinir og ekkert meira. Höfðu víst hvorug áhuga á hvort öðru fyrir utan vináttuna. En það var ekki satt. Hann var að þykjast. Ég vissi það núna. Hann var hrifinn af henni. En...