Greinin er um hljómsveitina The Hush Sound, hljómsveit sem ég uppgvötvaði með hjálp vinkonu minnar fyrir um það bil mánuði eða svo en er nýbyrjuð að hlusta á hana af krafti.
Það sem heillar mig við hana er hvað hún er skemmtileg og koma lögin mér alltaf í gott skap.

Þetta er fyrsta greinin mín hérna á Huga (eða verður það vonandi :) ) Þetta er þýtt yfir á íslensku af síðunni:
http://en.wikipedia.org/wiki/The_Hush_Sound


The Hush Sound

Meðlimir:
Bob Morris - Gítar og söngur
Greta Salpeter - Píanó, gítar og söngur
Darren Wilson - Trommur og raddir
Chris Faller - Bassi, raddir

Plötur:
So Sudden - 2005
Like Vines - 2006

Tónlistin er skilgreind sem Indie, Folk, Pop, Rock, Jazz og Wentzrock en það er vegna þess að Pete Wentz uppgvötvaði þau.

Endilega tékkið á tónlistinni! :D

Hljómsveitin The Hush Sound var fyrst stofnuð af Gretu Salpeter og Bob Morris í Bandaríkjunum. Þau voru mjög skrítið par í byrjun þar sem Bob hafði alltaf spilað rokk tónlist en Greta var að læra á klassískt píanó.

Hljómsveitin byrjaði að ráði seint í 2004/í byrjun árs 2005. Þau ætluðu upprunalega að kalla sig “ The Hush” en breyttu því í “The Hush Sound” til þess að forðast rugling við rappara sem hét svipuðu nafni.

Þeim fannst að píanó og gítar væru ekki nóg til þess að ná hljómnum sem þau vildu fá, svo þau leituðu sér að trommara og bassaleikara.
Darren Wilson var einn af fyrstu sem hafði samband við þau og var valinn sem trommari hljómsveitarinnar.
Þau æfðu í kjallara hjá vini og heilluðu fljótt Chris Faller bassaleikara sem byrjaði í bandinu í febrúar 2005.


Í enda Mars 2005 fóru The Hush Sound í stúdíó til þess að taka upp plötu í fullri lengd. Hún var nefnd “So Sudden”
Þau gáfu hana út á vefsíðu eða án stuðnings plötufyrirtækis en sálu samt sem áður 300 geisladiska yfir tvær nætur.

Fimm mánuðum seinna byrjuðu þau að spila á tónleikum. Þau fengu fljótt fulla athygli Pete Wentz, bassaleikara Fall Out Boy.

Þau gáfu “So Sudden” út á vefsíðunni Purevolume og þar uppgvötvaði Ryan Ross (gítarleikari Panic! At The Disco) þau og sendi vefsíðuna til hans Pete's sem sendi þeim tölvupóst og bauð þeim samning hjá plötufyrirtæki sínu Decaydance Records.

Platan Like Vines kom út 6. Júní 2006. Til þess að selja þessa plötu túruðu þau með félögum sínum úr Decaydance, Panic! At The Disco.
Síðan hefur platan haldið stöðugri sölu.
Hljómsveitin tók mánaðarpásu áður en þau héldu í aðra hljómleika ferð ásamt Jack's Mannequin, Copeland og Daphne Loves Derby.


Ég var ekki fullkomlega viss um hvar þessi grein ætti að vera svo engin skítköst ef ykkur finnst þetta ekki vera rétt áhugamál.

Heimildaskrá:
http://en.wikipedia.org/wiki/The_Hush_Sound

http://www.thehushsound.com/