Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

tgon
tgon Notandi frá fornöld 0 stig

Re: Sjálfvirkar bílaþvottastöðvar

í Bílar fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Ég fer alltaf með minn bíl á þessar litlu þvottastöðvar. Eins og Gallery bón í skeifunni þeir nota svampa og háþrýstidælu og þurrka vel á eftir. Fer þangað af því að þeir er mér næstir. Fór áður´á þvottastöð í kópavoginum sem er reyndar hætt. Hef prufað Hönnu þegar hún var og hét og svo þar sem bíllinn er á þakinu. Þeir þrífa frekar illa og skekkja spegla og þessháttar dót og rispa bílinn. Mæli ekki með þeim. Mæli með guttunum á litlum stöðvunum.

Re: Hefur einhver reynslu af 190E?

í Bílar fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Sæll nei ég þekki það ekki því miður.

Re: Hefur einhver reynslu af 190E?

í Bílar fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Sæll ég hef eitthvað heyrt lítið um þetta en þó hef ég heyrt þetta. Helst hef ég heyrt þetta með bíla sem hafa staðið lengi og bíla með 1800vélina.

Re: Hefur einhver reynslu af 190E?

í Bílar fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Sæll bebecar. Ég tel mig hafa þónokkra reynslu af M.benz 190 E. Þetta eru fínir bílar. flott og góð hönnun á þessum bílum og svo eru þeir fínir akstursbílar. Sem dæmi eru þeir hannaðir í kringum 80 og komu ámarkaðinn í kringum ágúst 82 ef ég man rétt. Ég hef selt þónokkuð marga svona bíla. Þeir seljast langt yfir listaverði, sérstaklega þegar líta vel út og komnir með hvítu ljósin, álfelgur og ekki skemmir að lúgan sé til staðar.

Re: Bílasölur!!

í Bílar fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Ég er sammála með bílasölu Guðfinns, Mæli ekki með Planinu það er að vera eiginlega hálftómt. Litla og Aðalabílasalan eru góðar sem og ´Bílasala Íslands. Svo myndi ég mæla með bílasölunni bilasalan.is þeir eru líka með lengri opnunartíma, opið til tíu á kvöldin. Svo eru þau líka fín á bílasölu Matthíasar.

Re: Bílelti

í Bílar fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ég verð að viðurkenna að ég var svona áður fyrr eins og félagarnir. Skyldi ekki í þeim sem keyptu sé Benz og það gamla. EN svo fékk mér BMW og Benz og hef eginlega ekkert átt annað síðan. Svona til gamans þá er þetta nú einmitt draumabíllinn í dag til þess að eiga. M.benz E220 1994-1995 svartur með hauspúðum, topplúgu og álfelgum og að sjálfsögðu sjálfskiptur. Þetta er einn af fáum bílum sem ég hef átt og séð eftir. Og hef þó verið mikið á flestum tegundum af BMW og Benz sem og öðrum...

Re: hyundai

í Bílar fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Kosturinn við það að fá sér Hyundai er sá að maður er að fá mikið fyrir lítið. Þetta er ekki tegund sem heillar mig. En þeir hafa allveg komið þokkalega út. En þeir eru þungir í sölu fyrst og fremst útaf fordómum og vanþekkingu. En hvað færðu svona bíl á???

Re: VÍS stinks

í Bílar fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Ég get nefnt sem dæmi að fyrir mörgum árum er ég var bara 17 ára lenti ég í árekstri. Kona sem keyrði í veg fyrir mig. Ég var á 60 km hraða. Hámarkshraði 50. Ég var fyrst dæmdur í 50% órétti. Svo endaði það í 75% rétti. Fyrir mér. Var frekar full. Svo frétti ég af ungri stúlku sem keyrði í veg fyrir bíl á sömu gatnamótum áreksturinn var svo harður að það þurfti að klippa hana útúr bílnum. Aftur átti vís þar hlut að máli. Maðurinn sem stelpan keyrði í veg fyrir var á 70-80km hraða. Hann var...

Re: Bílgreinasamb sukkar

í Bílar fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Mín reynsla er sú að það er best að hringja bara á einhverja bílasölu. Þeir eru flestir með Bíló sem er kerfi frá bílgreinasambandinu þar geta þeir líka reiknað ú aukahlutina. Og hafa oft meiri hug,ynd um rétt um gangverð. Þeir eru oft alveg óháðir. En ég hef sjálfur lent oft í þessu með www.bgs.is án þess að vera að nota það ofmikið að mér finnst.

Re: ebay.com

í Bílar fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Eftir því sem ég best veit. Þá er í lagi að versla af Ebay. Bróðir minn verslaði af þeim um daginn. Og allt gekk eins og í sögu.

Re: Tölur

í Bílar fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Það eru einhverjar tölur á síðu skráningastofunnar eða réttara sagt Umferðastofu í dag heitir það víst. Þar stendur allt um eldsneytiseyðslu www.sks.is eða www.us.is

Re: Hvaða bílasöl....

í Bílar fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ég var að selja bíl um daginn, fékk frábæra þjónustu á bilasalan.is í Skeifunni. Mæli með henni.
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok