Sælir bílahugarar!

Þar sem bíllinn hjá mér er sérlega ósmekklegur eftir tíðarfar síðustu daga og duglegan saltburð á götur var ég að velta fyrir mér hvort eitthvað vit er í að fara með hann á sjálfvirka bílaþvottastöð?

Get ég alveg eins hent honum inn á leikvöll og beðið krakkana að moka yfir hann sandi og renna sér eftir húddinu? Hef verið að nota svamp á hann og reynt að viðhalda lakkinu sem er í nokkuð góðu ástandi miðað við '98 módel af bíl (dökkblár).

Endilega látið vita ef þið hafið einhverja reynslu/þekkingu á svona stöðvum.

Bestu þakkir,
thisman