Flugmódelflug hefur verið stundað um allan heim í meira en hundrað ár. Fyrstu heimildir um módelflug eru frá miðöldum, þó að það hafi ekki náð almennri útbreiðslu þá. En rétt fyrir aldamót samhliða því að áhugi fólks á flugi jókst, þá náði módelflugið almennri útbreiðslu. Í byrjun þá voru módelin svifflugur og var flugtími þeirra frekar stuttur, en það kom ekki að sök, þar sem að menn þekktu ekki annað. Upp úr þessu fór þróunin að verða örari og fljótlega voru teygjur notaðar til að knýja...