Fluöryggisfundurinn og Cirrus Jæja þá er fundurinn búinn og get ég ekki annað sagt en að hann hafi verið mjög fróðlegur og gaman var að heyra pistlana þarna og þá sérstaklega frá Snorra Guðmundssyni.

En hvað segja menn annars um Cirrus.
Hvernig líst ykkur á framtíðarhorfurnar hjá þeim og djöf*** var mælaborðið þeirra að gera góða hluti!

Verst að maður á ekki $200.000 til að eyða 1,2 og 3 enda hefði maður þá sjálfsagt pantað eina í gærkveldi ;)

Haldið þið að við eigum eftir að sjá endurnýjun í flugvélaflotanum hérna heima með þessum glæsilegu flugvélum á næstu árum!?

Ég leyfi mér því miður að efast um það en gaman væri að heyra hvort að menn eru með rök með og á móti því að við fáum e-a endurnýjun í flugvélaflotann okkar umfram það sem verið hefur síðasta áratuginn í einkageiranum.

Geirfuglarnir hafa að vísu verið að gera mjög góða hluti, fyrir utan það þegar að þeir keyptu einu vélarnar sem maður hefur haft greiðan aðgang að ;), en ódýrasta gerðin af Cirrus er á $195.000 skv. því sem Snorri sagði og það útleggst á ca. 15,2 millur miðað við dollarann í dag.
Svo á eftir að bæta við VSK nema hún fáist sem kennsluvél en með honum þá hækkar hún upp í 18,9 millur, dýrt en ætti að vera viðráðanlegt fyrir góðan hóp manna.

Kannski maður hætti að efast :)
Geirfuglarnir hafa staðið sig mjög vel og virðast ekki vera í útrýmingarhættu ólíkt nafna sínum af fuglakyni.
Gaman væri að sjá þetta sem næstu vél þar inn.

En endilega komið með ykkar álit og skjótið mig niður, varlega samt hef ekki ennþá brotlent full-scale.
Kv. svg