Ég var að koma heim af rétt mögnuðum píanótónleikum Víkings Heiðars Ólafssonar í Salnum og langaði að segja aðeins frá þeim. Byrjum á flytjandanum sjálfum. Víkingur Heiðar er fæddur árið 1984, sem þýðir að hann er aðeins á sínu 21. aldursári. Hann hóf píanónám aðeins 5 ára gamall og er núna í tónlistarháskólanum Juilliard í New York. En aftur að tónleikunum. Á efnisskránni voru eftirtalin lög: Krómatísk fantasía og fúga, eftir Bach Kreisleiana op. 16 - Fantasíur, eftir Schumann 15 ungverskir...