***Greinin inniheldur spoilera fyrir þá sem ekki hafa lesið Fönixregluna.

Daginn hugarar.

Ég hef, eins og margir, heyrt mikið um meint dauðsfall/föll í sjöttu bókinni og velt þessu mikið fyrir mér. Ég hef mínar eigin hugmyndir um hver mun hugsanlega deyja, en rakst á grein um þetta á thisislondon.com og ákvað að þýða lauslega brot úr henni og senda inn fyrir áhugasama.

‘Í veðbankanum William Hill eru uppi veðmál um hver mun næst falla fyrir hendi Rowling – þó að ekki sé hægt að leggja peninga að veði (ungum Harry Potter aðdáendum gæti fundist það óviðeigandi).
Samkvæmt William Hill eru það Harry Potter sjálfur, Hagrid og Dumbledore sem koma helst til greina. Líkurnar á að Harry Potter deyji eru taldar 33 á móti 1, Hagrid er hinsvegar talinn líklegastur með líkurnar 3:1 og svo Dumbledore með 4:1.
En kannski gæti það verið besti vinur vinur Harry’s, Ron Weasley (12:1) eða Hermione Granger (10:1). Aðrar persónur sem gætu hugsanlega dáið í bókinni eru Vernon frændi Harry’s (5:1), McGonagall prófessor (6:1) og Snape prófessor (7:1).’

Alla greinina á ensku má sjá hér: http://www.thisislondon.com/insiders/guides/articles/13683394?source=Evening%20Standard

Ég er fegin að sjá hvorki Lupin né Tonks í þessari upptalningu, því ég óttaðist um líf þeirra í bók fimm. Ég er hinsvegar undrandi að sjá Snape með líkurnar 7 á móti 1. Alls ekki góðar fréttir.
Helst myndi ég auðvitað vilja að enginn dæi, en Rowling ræður ferðinni og hún er búin að ákveða þetta. Dauði Siriusar kom mér á óvart, hann var í miklu uppáhaldi hjá mér og ég grét þegar ég las það. Ég vil ekki sjá á eftir fleirum! Það liggur við að ég kvíði fyrir að lesa sjöttu bókina….


En hvað haldið þið? Eruð þið með einhverjar kenningar?