Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

sigurduras
sigurduras Notandi síðan fyrir 13 árum, 1 mánuði 12 stig

Re: Hvað þýðir að nenna?

í Tungumál fyrir 13 árum, 1 mánuði
ok ok, að nenna er ekki eins algengt og sagnir eins og að vera(sem er algengasta sögn í flestum ef ekki öllum tungumálum í heiminum). En einnig máttu pæla í því að öll orðin sem þú googlaðir þýðast beint yfir á ensku í einu orði. Og þetta er einmitt staðreindin með flest öll orð sem eru svona algeng. Þegar þú tókst dæmi um tvírætt orð í ensku nefndirðu “tail”. Þú getur ekki verið annað en sammála um að það sé svo mikið óalgengara orð að þetta verði að teljast slæmt dæmi. Þú segir að...

Re: Hvað þýðir að nenna?

í Tungumál fyrir 13 árum, 1 mánuði
Já, þetta er góður punktur. Eða til dæmis ef þú værir að horfa á eitthvað í sjónvarpinu sem væri frekar leiðinlegt. Svo er einhver sem er líka að horfa á sjónvarpið og segir við þig. “Æi, nenniru að skipta um stöð, þetta er leiðinlegt”. Þú ert kannski búinn að koma þér vel fyrir, og jafnvel þótt að það sem þú ert að horfa á sé leiðinlegt segirðu. “Ég nenni eiginlega ekki að teygja mig í fjarstýringuna”. Ég veit ekki hvernig þetta samtal myndi vera á ensku, eða hvort að maður þyrfti hreinlega...

Re: Hvað þýðir að nenna?

í Tungumál fyrir 13 árum, 1 mánuði
Já, það er alveg rétt hjá þér að það eru til gífurlega mörg orð í ensku sem er engin leið að þýða yfir á íslensku án samhengis, enda er enska það tungumál í heiminum sem hefur stærstann orðaforða af öllum tungumálum. En… Sögnin “að nenna” er eitt mest notaða orð í íslenskri tungu. Ok.. tökum aðra pælingu… Ef við berum saman “að nenna” við “að vilja”. Ef við segjum: “Ég vil það ekki”, erum við að segja að við viljum ekki gera eitthvað, en eigum eftir að útskýra af hverju við viljum ekki gera...

Re: Hvað þýðir að nenna?

í Tungumál fyrir 13 árum, 1 mánuði
Já… ágætis punktur, og ég hef líka séð þessa þíðingu á orðinu. En ég myndi samt segja að “I cant be bothered” þýði “ég má ekki vera að því”. Til dæmis ef maður segir “I cant be bothered, to go to work today”, hljómar bara einhvernveginn ekkert eins og maður sé að segja: “Ég nenni ekki í vinnuna í dag”. Einnig ef maður er beðinn um að gera eitthvað, og maður segir “I cant be bothered”. Virkar það eins og maður sé að segja að maður hafi eitthvað betra að gera. En ef maður talar um að nenna...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok