Sumarið byrjaði ekki vel, 8 júni þá reif ég milta og var frá til 1.ágúst.. Samt sem áður náði ég að gera helling sem ég hafði ætlað mér. - keppa í öskjuhlíðinni í downhill - ná 180° - ég er nokkuð stoltur af allmörgum droppum sem ég tók í sumar - bætti mig mjög mikið í dirt jump -lærði að vippa - og síðast en ekki síst, fara í roadtrip til AK og keppa í downhill. Þetta var klárlega hápunktur sumarsins, og það er pottþétt að þetta verður gert aftur á næsta ári !