Sæll, Ég er með ca. 150 fm skúr. Í honum er tveggjastólpa bílalyfta, loftpressa, rafsuða, standjárnsög, standborvél, standslípari ásamt gastækjum. Er líka með umfelgunarvél og ballenseringar vél. Allt þetta nema pressan og rafsuðan fékk ég á einhvern 200 kall sem er náttúrulega fáránlega lítið og löngu búið að borga sig upp. Svo er maður auðvitað með helstu verkfæri og ekki má gleyma loftskralli sem er ótrúlega tímasparandi… Kveðja Otti