Jæja þá er fyrsti rjúpna dagurinn og helgin búinn, ætla að segja svolítið frá honum. Þetta byrjaði allt á föstudeginum þegar ég og pabbi skelltum okkur í sveitina okkar ásamst meðeiendunum okkar á landinu eftir um það bil þriggja tíma keyrslu rendum við niður af heiðinni og inní fjörðinn, Flott sólarlag og sjórinn spegilsléttur. Við pabbi komum okkur fyrir inní herberginu sem fjölskyldan mín á, og fengum okkur að borða:) eftir því sem leið á kvöldið komu meðeigendur okkar sennilega upp úr 9...