Jæja þá er fyrsti rjúpna dagurinn og helgin búinn, ætla að segja svolítið frá honum.

Þetta byrjaði allt á föstudeginum þegar ég og pabbi skelltum okkur í sveitina okkar ásamst meðeiendunum okkar á landinu eftir um það bil þriggja tíma keyrslu rendum við niður af heiðinni og inní fjörðinn, Flott sólarlag og sjórinn spegilsléttur.
Við pabbi komum okkur fyrir inní herberginu sem fjölskyldan mín á, og fengum okkur að borða:) eftir því sem leið á kvöldið komu meðeigendur okkar sennilega upp úr 9 og ríkti gríðarlega mikil spenna, vegna þess að það gekk vel í fyrra 5 byssur 49 fuglar.

Laugardaginn 14 Október Vaknað var snemma sennilega upp úr 10 og var stefnan tekin upp á heiði til að leggja net í vatninu uppá heiði til að kanna hvort fiskur væri í vatninu(btw erum bara buin að eyga Jörðina og bæinn í 2 ár) þarna gafst tæki færi til þess. Fórum við fjórir að vötnum, einnig var þessi ferð hugsuð til að leita af rjúpu!. Komum að vatninu lögðum net, en það bar lítin árangur enda lá netið bara í einn klukkutíma
þá ákváðum við að fara niður, frekar vonsviknir enda ekki bunir að sjá eina einustu Rjúpu héldum niður og þá kom hörku þoka og grenjandi rigning! eftir töluverðan tíma fundum við loksins rjúpur einn hóp með sirka 14 Rjúpum og þá urðu sko allir kátir var hrópað og *klappað*. Síðan stuttu eftir flaug annar hópur sirka 12-14 Rjúpur var fagnað enþá meira en sáum síðan ekki nema 1 rjúpu í kjölfarið. Þegar við komum heim var rædd málin og kíkt í pottin. Síðan var borðaður góður matur og gert sig til fyrir morgun daginn safnað orku og kom einig 4 og seinasti meðeigandinn um kvöldið. Farið að sofa snemma og töluverður spenningur.

Sunnudagurinn 15 Október

Allir komnir og á fætur upp úr 07:00 og fengu sér allir orku mikinn morgun mat og ákveðið var hver fer hvert. Við pabbi vorum lagðir af stað af bænum sirka 08:30 ákváðum að fara eins langt og við kæmumst eftir slóðanum á bílnum þá og labba þaðan sem slóðinn endar hærra uppá heiði. Það ánægjulega gerðist um nóttina var að það hafði snjóað svolítið meira heldur en var daginn áður sem gladdi okkur mikið gerir þetta skemmtilegra og erfiðarar. Pabbi og ég byrjuðum að labba upp slakka eftir slakk lítið af ummerkjum þannig löbbuðum enn hærra síðan loksins þegar við erum í öruglega 350 metra hæð þá dregur til tíðinda þá fljúga upp 3 rjúpur koma mér að óvörum en sér hvar þær lenda sirka, hleð tvíhleypuna labba í áttina af þar sem ég sá rjúpurnar lenda flýgur enn ein rjúpan upp ekki í nógugóðu færi til að reyna og flýgur í áttina að hinur þremur. Þá heyri ég í skothvell og einum enn þá var pabbi buinn að finna tvær rjúpur og ná þeim hann er sirka 40-80 metra frá mér. Þá fljúga þessar þrjár fyrr nefndar rjúpur upp við hvellina ég labba í áttina að pabba
og óska honum til hamingju með fyrstu rjúpur vetrarins, og labba aftur þar sem ég var og viti menn sé eina rjúpu í grjóti miða skít og hitti ég gleðst mikið hoppa næstum af kæti^^. Eftir þetta hélt labbið áfram sjáum lítið af fugli fyrr en rétt undir endan þá lendi ég í einu skemmtilegu atviki sem ég ætla að segja frá. Við vorum komnir vel niður svona 200 metra hæð þá lít ég ofan í einn svona pitt og sé þar er snjóskafl líng og logn kallaði þá til pabba: Pabbi hérna er allt sem hún þarf til að komast af hérna er líng snjóskafl og blanka logn, síðan ætla ég að labba ofaní pittin heyrist þá ekki öskur frá Pabba HEYRÐU ÞAÐ ER EIN ÞARNA mér bregður tölvuvert beygi mig niður hleð byssuna einungis með einu skoti hun er þarna grafkjurr og treystir fullkomnlega á felubúninginn, miða og smell hitti og var þettta seinasti fuglinn okkar þennan dag.
Þegar við vorum komnir niður í hús byrjuðu hinir karlarnir að koma niður af fjalli, Eftir yndislegan og kaldan dag var heildar aflinn allt í allt 16 Rjúpur og vilja menn meina að það sé ágætt miðað við frekar mikið snjóleysi.

Biðst afsökunar á stafsettningarvillum og punkta og kommuleysi vonandi er þetta ágætis saga.
Takk fyrir mig.
BF1942: [I'm]Orri