Geggjað skemmtilegir bílar maður, þarf bara aðeins að læra að henda þeim af stað. Var að spyrna við einhverja Imprezu og það var frekar blautt úti, svo ætla ég að taka af stað en það eina sem ég sé er rassgatið á Imprezuni þjóta framúr mér. Hann skildi mig alveg eftir á ljósunum ég spólaði svo mikið í þessari bleytu, rétt hélt honum og náði að rétt hann af, alveg rugl orka í þessum bílum. Ætla mér einhvertíma að eignast svona Camma, geggjaðir bílar sem bjóða uppá mikið af breytingum.