Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

nessie
nessie Notandi frá fornöld 20 stig

Re: ´Sjónvarpsdagatölin

í Hátíðir fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Pú og Pa voru algjör krútt og ferlega fyndnir… allavega skemmtilegri en margt sem hefur komið (kallinn á skipinu til dæmis…) en með jóladagatalið núna…. persónulega þá finnst mér það ömurlegt, alltof langt en litla systir mín dýrkar það og er virkilega spennt á morgnannna þegar hún opnar dagatalið… :)

Re: Jóla Hvað?????

í Hátíðir fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Æjæj… en ég held að ættingjar þínir séu bara að reyna að vera næs… en amma dó mjög skyndilega nokkrum dögum fyrir jól í fyrra og það var erfitt, jólin hjá mér í fyrra voru ömurleg en maður verður samt að halda áfram, þó að það sé erfitt. Allavega reyna.

Re: Jóladagatalið

í Hátíðir fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Það er bara svo ógisslega langt…. heill hálftími eða svo…

Re: Föt?

í Hátíðir fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Það er líka oftast hægt að skila og skipta :)

Re: Jólin

í Hátíðir fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Það var náttla verkfall í fyrra og lítið annað að gera en hanga á netinu á þessum tíma… :)

Re: lífreynslusaga

í Djammið fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Halló!!! drekkur fólk virkilega til að metast og vera töff?? held ekki…

Re: Pappírsgjald/skólagjald!

í Skóli fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Neibb, það er allavega ekki tekið fram í mínum skóla, kallast bara innritunargjald… :)

Re: Flottasti skólinn ?

í Skóli fyrir 22 árum, 5 mánuðum
MR og MA :o) Svona gömul hús sem að brakar í gólfunum og málningin er flögnuð af gluggunum, fullt af draugum ;o)

Re: hvað er þitt

í Rómantík fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Hmmm… ég gefst alltaf upp, missi áhugann um leið og eitthvað fer að gerast… og svo sér maður eftir öllu saman þegar það er orðið of seint að byrja aftur… en strákar eru alls ekki slæmir, ég held að ég hafi alltaf lent á of góðum, sem að gerðu allt fyrir mann og það er bara óendanlega pirrandi… ;o)

Re: Hvað á ég að gera..?

í Rómantík fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Er hún ekki bara feimin…?? allavega þá verð ég að viðurkenna að ég lét svona einu sinni, kannski ekki alveg svona, ég talaði við manneskjuna og þannig en það var varla meira en það en við vorum frekar mikið sundur-saman því að ég var alltaf að skipta um skoðun en núna erum við bara bestu vinir… :o) Nessie

Re: Busavígslan skemmd í MA

í Skóli fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Jæja… ég eiginlega verð að segja að ég er frekar ósammála þessu… þetta var gróft, ég var busuð í MA í fyrra og fékk reyndar alveg yndislegann böðlabekk en mér einhvernveginn fannst etta ekki svona gróft þá… og ég meina halló!! það er ekki einsog það hafi neitt mikið verið stöðvað, allavega það sem að ég frétti, þá átti hvorteðer ekki að vera neitt busadæmi á tungumáladeginum og þið fenguð að gera fullt af ullabjakki í dag… (pælið í því að ef hann hefði líka bannað draugahúsið… ha?) þannig að...

Re: SKÓLINN!!!!!!!!!!!!!!!

í Skóli fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Híhí ég byrja ekki fyrr en 17. sept..!! :o)

Re: alltof langur tími.... ;o)

í Skóli fyrir 22 árum, 9 mánuðum
daa ég er ekki að meina að ég hlakki til að fara í alltoflanga þýskutíma og ég hlakka sko ekkert til prófanna en það er svo margt annað til að hlakka til, félagslífið, busaígslan og bara allt sem að er gert í skólanum mínum, þ.e. MA (fyrir utan lærdóminn að mestu sem að er kannski ekki það allra skemmtilegasta… :o) og þegar maður byrjar aftur í skólanum þá getur maður líka farið að hlakka til jólafrísins :o)

Re: Skólagjöld !!!

í Skóli fyrir 22 árum, 9 mánuðum
VÁ!!! fyrir hvað eruði eiginlega að borga??? fáiði bækurnar fríar með eða hvað??? ég er að borga 6000 kall í innritunargjald núna og mig minnir að það eigi eftir að bætast við annar 6000 kall í skólafélagsgjöld…. en ég er samt ekki viss… en allavega þá hefur þetta ekkert hækkað síðan í fyrra oh ég bara fatta ekki af hverju þetta er svona rosalega dýrt hjá þessum skólum??

Re: : ( komst ekki inn

í Skóli fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Hringdu bara í skólann og fáðu svör við þessu ef að þér finnst að þú eigir að hafa komist inn, tuðaðu bara nógu mikið og þá hlýturu að komast inn :o) gangi þér bara vel :o)

Re: Íþróttir í Menntó

í Skóli fyrir 22 árum, 10 mánuðum
piffa í mínum skóla þá þurfti ég nú bara að mæta í tímana og þá var ég komin með 5… og þetta var nú bara voðalega venjulegt, útihlaup og einhverjir boltaleikir og svoleiðis, alveg eins og í grunnskóla :o)

Re: Hvað er að ykkur!?!

í Tíska & útlit fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Vó hvað ég er sammála Huldu núna, það er ekkert gaman að vera með stórar lappir og það er ömurlegt að reyna að kaupa skó á þær því að íslenskir skókaupmenn virðast ekki gera sér grein fyrir því að það séu til (kven)fólk sem notar stærri númer en 41 og vill ekki ganga í gúmmístígvélum. Og þess vegna á ekki að vera að segja svona við fólk sem er með stórar lappir, það getur bara ekkert gert að því, það er ekki hægt að fara í megrun á fótunum eða hvað??!!

Re: Neglur

í Tíska & útlit fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Í snyrtivörudeild Hagkaups til dæmis :o)

Re: Neglur

í Tíska & útlit fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ég var einmitt líka svona… þ.e.a.s. þær klofnuðu alltaf en prófaðu að setja á þær, einu sinni á dag Maxium growth frá Sally Hansen, það á að vera til þess að neglurnar vaxi hraðar en ég hef reyndar ekki tekið eftir því en allavega þá eru þær rosalega sterkar núna og kofna ekkert :o)

Re: Einkunn inn í MR ??

í Skóli fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Vó þú hlýtur að komast inn með þessar einkunnir…. allavega kemst ég mjög líklega inn á náttúrufræðibraut í svipuðum skóla með 8,5 í öllu nema ensku (7.5) :o)

Re: Meðaleinkunnir úr samræmdu

í Skóli fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Vá þið eruð voðalega klár… :o) En ég var samt að pæla í einu, þar sem að það virðast allir vera með ágætis enginn sem hefur tjáð sig um einkunnirnar sínar hér á Huga verið með fall í stærðfræði… Var prófið svona létt eða hvað??? sbr. meðaltalseinkunn í stæ í fyrra sem var 5,1… og þá voru það bara nemendur í Reykjavík og nágrenni sem að voru með yfir 5 í meðaleinkunn… Bara aðeins að pæla svona :o) nessie
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok