´Sjónvarpsdagatölin Hvað er málið með þetta nýja “jóladagatal”
Þetta eru bara eitthverjar hálftímalangar teiknimyndir um jólasveina og eitthvað..
Ég man vel þegar Hafliði og Stína komu fyrst (Á baðkari til betlehem) Það var sko mjöög gott jóladagatal. Tókum það upp og horfðum á það mörg ár á eftir.
Sömu sögu má segja um Ísafold og Bláma þar sem “Fruntanlega” kellingin sló svo eftirminnilega í gegn.
Síðan kom jú Séra Jón .
Síðan fór þetta að versna og Versna.. Minnir að pú og pa hafi komið þar á eftir eða þarna eitthvað með Gaur á verkstæði og svo Múmínálfarnir.. Og Svo aftur Hafliði og Stína. Ef ég man þetta rétt..
Fyrstu 3 jóladagatölin voru svo langbest. 5-10 min þættir og alltaf eitthvað spennandi að gerast, Manni Hlakkaði til að sjá næsta þátt. Mar gat t.d föndrað með Hafliða og Stínu, Það fylgdi svona föndurdæmi með og svo voru föndurleiðbeiningarþættir á undan þættinum sjálfum.

Alltaf voru krakkarnir að tala um jóladagatalið og spennan í að opna næsta glugga á dagatalinu var gríðarleg.
En núna.. Ekki hef ég heyrt neitt minnst á þetta.. Veit ekki einu sinni hvort það sé til dagatal fyrir þetta. Hef allavega ekki séð þetta neinstaðar…