Tryggvi Gíslason, skólameistari í MA stöðvaði busun nú í dag, þriðjudag -2. dag busunar-, vegna þess að houm fannst of langt gengið. böðlar jafnt sem busar eru nú sem flemtri slegnir og voru böðlar komnir á fremsta lög með að hætta algjörlega með busun (líka menntaveginn sem skólameistara er svo kær)

Nú hefur mörgum fundist busun í MA ein af vægari busunum á landinu og gengur hún svona fyrir sig:

Dagur 1: Busar reknir í réttir og látnir jarma eins og kindur, svo eru þeir klæddir í ljóta/skrítna/sérkennilega búninga af böðlabeknum sínum. (hver 1 bekkur er með 1 böðlabekk, ekki er leifilegt að taka einn busa fyrir heldur er heildin tekin) og þeim kennd ýmis lög og slagorð.
Dagur 2: lög og slagorð æfð, farið í göngutúr iður í bæ (VMA og gaginn eru vinsælirstaðir) og busarnir sýndir þar. í Hádeginu er svo Busasirkus, þar sem böðlabekkirnir sína hvað þeir hafa kennt busabekknum sínum
Dagur 3: Böðlar klæðast kuflum og ásækja Busa með skrækjum, leiða þá svo inn í draugahús og svo í Tolleringu. Þar á eftir er göngutúr um Akureyri þar sem þeim eru sýndir helstu staðir ungmenna á Akureyri. þessari gönguferð líkur með göngu upp menntaveginn. busaball er svo haldið um kvöldið og áður en það fer framm fer hver böðlabekkur með busana sína út að borða, við erum öll orðin jafningjar,
Seinna um veturinn eru haldin Busa-Böðla partý en það er upp á hverjum bekk fyrir sig komið.

Það sem skólameistara ofbauð eru búningar busanna en þeir voru t.d.:
Bleik svín með svínsnef, með pappaspjöld sem merktu þau böðlabekknum að framan en klámyrði/bölv að aftan (ekki voru orðin valin eftir busa heldur var það algjörlega Random)
“trjáálfar”: hvítir bolir og svartar buxur með trjágreinar og ruslafötu. Blómanöfn voru á bakinu en merktir böðlunum að framan
klappstýrur með allt tilheyrandi (og þar með stækkuð brjóst), með ýmsar kynlífsstellingar á bakinu en merktar bekknum að framan.
Það voru 2 eða 3 búningar í viðbót sem voru í svipuðum dúr. það sem kvartað var undan eru klámyrðin og fúkyrðin.

Þetta hefur verið svona a.m.k. öll 4 siðastliðin ár og engum sem gekk í gegnum þetta (sem ég veit um) hefur fundist það særandi eða lítillækkandi því allur bekkurinn er saman í þessu. Skólameistari kom með það að þeir sem eru litlir í sálinni fyrir brotni undan þessu en ég er ekki alveg sammála því! ég var sjálf mjög sjálfsóörugg, sjálfsálitið alveg í botni, en ég hefði ekki viljað sleppa busununni!

IceQueen
4 bekingur í MA