Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

nervous
nervous Notandi frá fornöld 43 ára karlmaður
334 stig

Aldrei? (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Horfðu í gegn og taktu mig inn. Ég skal sjá um hausinn -í þetta sinn. Gleymdu öllu öðru, láttu mig fljóta inn. Ég spring og verð að áhrifum. Þú verður mín. Sjáðu lífið fjarar, úr augnasýn. Á hreyfingu rauður himinn og okkar tunglskin. m.m.

Þvottur (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Ligg eins og falsaður aðgöngumiði sem var ekki hægt að nota. Notaði ostskera til að flétta af mér sektina -sem var aldrei mín. Lofaði mér góðum degi sem varð að litlum svörtum punkti. Vitkaðist og sá að ég var aldrei neitt annað nema óhreint handklæði í þínum augum. m.m.

Steind ritstífla (0 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 6 mánuðum
soðinn soðinn, soðinn, soðinn. Er ástfanginn upp fyrir hné en á einhver skókassa? m.m.

Skugginn (4 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Undir öllu sem ég hélt að væri stórkostlegt -varð að engu. Ég hef frosnað. Gref holu og moka yfir. Mun vakna úr dvala eins og flugurnar; eftir allt- enda á byrjunarreit, bara aðeins neðar. m.m.

Hálfmáni (0 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Flæði með lokuð augun á hraðanum mínum. Um tíma hverf með mér og bakka með mig. Óreyndur ég sit, -reyni ekki. Sé og finn þig í maganum. Eftir stund -veit ekki, skil ekki. Berst út og fer í líki og reyni án nokkurrar áreynslu. Neitun. Ég bakka með mig. Flæði með lokuð augun. m.m.

Ló-fi (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Missti sambandið við umhverfið, einhvers staðar á leiðinni niður á við. Var maður með mönnum þegar kom að múrnum en í stað þess að brjóta hann niður lagðist ég úrvinda niður og saug í nefið. m.m.

Ein tóm hugsun (3 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Svíf um í ógleði sem leitar oftast niður á við. Í kjallaranum kallaðir þú á mig, :sagðir að lendingin yrði hörð. Ég sprakk eins og flugeldur í gær. Reyni að opna augun. m.m.

Ballaða nr.1 (0 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Var að ná mér var að verða eins var að rísa var að koma. Var að hætta að hugsa. Veit ég get það ekki… …kannski á morgun. m.m.

Rokeldspýta (0 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Þú andaðir inn í eyra mitt, ég strauk á þér bakið. Við vorum upptekin, við höfðum rúmið. Stóðum í sturtunni, -þangað til ég fór niður á þig. Það sást í tennurnar á þér á meðan ég spilaði á dauðann á litla hljóðfærið þitt. m.m.

Umskiptingur (0 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Langar til að gleypa alheiminn því ljósið lýsir á mig og þetta er dagur sem eyrun toga í munnvikin. Langar til að fljúga að eilífu því ég heyri líkamann naga mig og ég veit að ég á mikla vinnu framundan. m.m.

Vertíð (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Lofa mér góðrar setu, lygni aftur augunum og læt hugann leiða mig. -Líð undir lok, ferðast neðanjarðar. Opna augun. Fæturnir orðnir að rótum, hausinn blómstrar. Opna hausinn. Það rignir út úr mér óskynsemi. m.m.

stereolab-tónleikar (0 álit)

í Músík almennt fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Seinasta laugardag fór ég á tónleika með hljómsveitunum Stereolab og Apparat Organ Quartet og verð ég nú að segja að þessir tónleikar voru þeir allra skemmtilegustu sem ég hef farið á og kenni ég báðum böndum um það að ég þurfti að fara heim eftir tónleikana, búinn á því.. Allavegna nenni ekki að skrifa hvaða lög voru tekin og eitthvað jafn álíka leiðinlegt, en verð þó að koma einu frá mér: Tónleikarnir komu mér á óvart þ.e. Steriolab því að ég var búinn að heyra það frá tveimur vinum mínum...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok